Lokamót tímabilsins á stigamótaröð eldri kylfinga, LEK, Opna Örninn golfmótið fer fram á Strandarvelli á Hellu sunnudaginn 27. september.
Mótið átti að fara fram um síðustu helgi en því var frestað vegna veðurs.
Glæsileg verðlaun í boði Örninn golfverslun
- sæti í höggleik, kk og kvk – 35.000 gjafabréf
- sæti í punktum, kk og kvk – 35.000 gjafabréf
- sæti í punktum, kk og kvk – 25.000 gjafabréf
- sæti í punktum, kk og kvk – 15.000 gjafabréf
Nándarverðlaun á öllum par 3 holum – 15.000 gjafabréf
Mótið er síðasta mót ársins á mótaröð eldri kylfinga og er mikil keppni í öllum flokkum.
Í tilkynningu frá LEK eru eldri kylfingar hvattir til að bregða undir sig betri fætinum og mæta galvaskir á Hellu.
Smelltu hér eða á myndina til að opna skráningarsíðuna.
