/

Deildu:

Auglýsing

Hinn eini sanni Bjarni Felixson hefur í gegnum tíðina lýst gríðarleg mörgum heimsbikarmótum í alpagreinum sem fram hafa farið í Garmisch-Partenkirchen. Það er óhætt að segja að íþróttafréttamaðurinn kunni á RÚV hafi komið skíðasvæðinu í þýsku Ölpunum inn í orðaforða Íslendinga á árum áður. Sem skíðaparadís er Garmisch-Partenkirchen vel þekkt en þar leynist líka frábær golfvöllur sem Golf á Íslandi heimsótti í sumar.

Umhverfið í Garmisch-Partenkirchen í Bæjaralandi er stórkostlegt. Fjallasýnin er einstök, þar sem á fimmta hundrað tindar gnæfa yfir bænum og hæsta fjall Þýskaland Zugspitze stendur þar hæst í 2.962 m. yfir sjávarmáli. Í raun koma fleiri ferðamenn til Garmisch-Partenkirchen yfir sumartímann en vetrartímann – því skíðatímabilið stendur frekar stutt yfir.

Fyrir þá sem hafa áhuga á útivist er allt til staðar í Garmisch-Partenkirchen. Hægt er hægt að róa á kjak í Loisach-ánni sem er straumhörð og því mikil áskorun. Endalausir möguleikar eru á gönguleiðum um þýsku Alpana og hjólreiðaleiðir eru fjölbreyttar. Vinsælasta gönguleiðin á Garmisch-Partenkirchen svæðinu er upp að Kóngshúsi í Schachen. Fallhlífastökk er einnig vinsælt þar um slóðir.

Garmisch_ZQ7O4040
Í bænum Garmisch-Partenkirchen búa tæplega 30.000 manns en bærinn er hlýr og skemmtilegur – en tilkomumikil málverk eru á framhlið margra húsa í miðbænum. Líkt og margir aðrir bæir í Bæjaralandi eru matsölustaðir í hæsta gæðaflokki víðs vegar í Garmisch-Partenkirchen og ætti enginn að vera svikinn af þeim kræsingum sem eru í boði á fyrsta flokks veitingahúsum.

Garmisch-Partenkirchen sótti um að halda vetrarólympíuleikana í nágrannabæinn Schönau og München, höfuðborg Bæjaralands. Vetrarleikarnir fóru fram þar um slóðir árið 1936 en Alþjóða ólympíunefndin úthlutaði leikunum árið 2018 til Pyeongchang í Suður-Kóreu.

Náttúrufegurðin við Garmisch-Partenkirchen er einstök og fyrir útivistarfólk er nánast allt í boði.

Þekktir listamenn eru einnig tengdir bænum og má þar nefna tónskáldið Richard Strauss sem bjó í bænum í mörg ár. Hann skrifaði m.a. Alpasinfóníuna og sérstök Strauss hátíð fer fram í bænum á hverju sumri.

Golfvöllurinn í Garmisch-Partenkirchen kom skemmtilega á óvart og ólíkt mörgum völlum sem eru nálægt fjöllum þá er hann tiltölulega flatur og auðveldur á fæti. Gæði vallarins eru mjög mikil líkt og á flestum völlum Þýskalands – flatirnar stórar og umhirðan fyrsta flokks.

Fyrir þá sem eru að leika í fyrsta sinn á Garmisch-Partenkirchen þá gæti það tekið nokkuð langan tíma að leika völlinn – því það er auðvelt að gleyma sér yfir náttúrufegurðinni. Útsýnið yfir þýsku Alpana er einstakt og á mörgum teigstæðum er líkt og kylfingarnir séu hluti af málverki – slík er fegurðin.

Biking paradise Zugspitzland_Copyright_Ferienregion Zugspitzland

Margar holur standa upp úr eftir heimsóknina á Garmisch-Partenkirchen. Völlurinn er mun opnari á fyrri hlutanum miðað við það sem eftir kemur. Á síðari 9 holunum „þrengist“ aðeins um valmöguleikana í teighöggunum og þéttur skógur liggur meðfram mörgum brautum á síðari hlutanum. Teigar, brautir og flatir eru í hæsta gæðaflokki og enginn verður svikinn af því að heimsækja völlinn sem er einstakur.

Garmisch-Partenkirchen völlurinn er par 72 og 6.156 m. af hvítum teigum, og rétt tæplega 6.000 metrar af gulum teigum, 5.395 m af bláum og 5.222 m. af rauðum. Til samanburðar er Grafarholtsvöllur 6.057 m. af hvítum, 5.478 m. af gulum og 4.669 m. af rauðum.

Ferðalagið!

Það eru ýmsir möguleikar á að komast til Garmisch Partenkichen. Ef flogið er til München tekur það um 2 tíma að fara með lest, rútu eða bifreið frá flugvellinum í München.

Vallargjöld!

Fyrir 18 holur í miðri viku er vallargjaldið 60 Evrur eða um 9000 kr. en 75 Evrur, 11.500 kr. um helgar. Hægt er að kaupa afsláttarkort sem gildir á fimm velli og kostar slíkt kort um 27.000 kr. og er umtalsverður sparnaður að kaupa slíkt kort fyrir þá sem eru að ferðast um Þýskaland.

Zugspitsland – hæsti fjallstindur Þýskalands!

Það er óhætt að mæla með því að fara með kláfinum upp á hæsta tind Þýskalands, Zugspitslandm, sem er í 2.962 metra hæð yfir sjávarmáli. Ferðalagið með kláfinum gæti tekið á fyrir lofthrædda en ferðamátinn er öruggur og gríðarleg upplifun að fara í slíkt farartæki. Það tekur um 15 mínútur að fara upp með kláfinum og á toppnum eru fyrirtaks veitingastaðir þar sem hægt er að njóta útsýnisins og gæða sér á góðum veitingum og drykkjum.

AlpspiX Viewing Platform_Copyright_Ferienregion Zugspitzland
Garmisch_ZQ7O4040

GarmicpartenKirken_golf_03062014 (23)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ