Aðkoman á 1. teig Selsvallar. Mynd/GF
Auglýsing

Á aðalfundi GF sem haldinn var í febrúar var farið yfir liðið ár og horft fram á veginn í starfi klúbbsins á Flúðum. Fjöldi félaga er nú um 260 og hefur sá fjöldi haldist svipaður undanfarin ár. Þess má geta að þegar völlurinn, Selsvöllur, var stækkaður í 18 holur árið 2001 voru skráðir félagar um 70 talsins.

Árið 2015 einkenndist af framkvæmdum á Selsvelli. Stærstu verkefnin voru drenframkvæmdir á 4., 10. og 18. braut þar sem áður voru mjög blaut svæði. Tókust framkvæmdirnar mjög vel og lofa góðu um framhaldið. Þá var aðkoman og umhverfið við 1. teig byggð upp og fegruð, auk fleiri smærri verkefna.

[pull_quote_right]Framkvæmdir sem þessar væru aldrei mögulegar nema með dyggum stuðningi bakhjarla GF og vinnuframlags klúbbfélaga, en vinnustundirnar voru ófáar í síðasta ári. [/pull_quote_right]
Stuðlabergssteinar, úr námunni í Hrepphólum hér í sveit, voru settir við alla teiga vallarins og setja þeir mikinn svip á Selsvöll, enda eru þeir eitt af einkennum Hrunamannahrepps. Þessa dagana er unnið í merkingum á steinana og nýjum teigmerkjum einnig. Allt þetta mun breyta ásýnd og yfirbragði vallarins til hins betra.

Stuðlabergssteinn við 6. teig á Selsvelli á Flúðum. Mynd/GF
Stuðlabergssteinn við 6. teig á Selsvelli á Flúðum. Mynd/GF

Á fundinum fór formaður klúbbsins, Árni Tómasson, yfir verkefnið „Braut í fóstur“ sem gengur út á það að félagar taka tiltekna braut í „fóstur“. Í því felst að snyrta til í kringum glompurnar, grisja í trjágróðrinum, bera áburð á teiga og fleira.

Misjafnt var hve mikla vinnu félagarnir gátu lagt af mörkum, en verðlaun voru afhent þeim félögum sem þóttu standa sig best. [pull_quote_center]Verkefnið er skemmtilegt framtak sem gerir vallarsvæðið snyrtilegra auk þess sem samkeppni vaknar á milli þátttakenda.[/pull_quote_center]

Barna- og unglingastarfið gekk vel og verður því framhaldið í sumar. Í því sambandi hefur verið gengið frá nýjum samningi við sveitarfélagið þar sem um er að ræða stuðning við starfið, möguleiki á inniaðstöðu í nýja íþróttahúsinu og aðstoð vegna stærri móta næsta sumar.

Gengið upp 9. braut á Selsvelli á Flúðum.
Gengið upp 9. braut á Selsvelli á Flúðum.

[pull_quote_right]GF varð 30 ára á liðnu ári og voru tímamótunum gerð góð skil með afmælismóti og hátíðarhöldum.[/pull_quote_right]

Ljóst er að stórframkvæmdum á Selsvelli er lokið í bili og nú tekur við tímabil þar sem lögð verður áhersla á að snyrta vallarsvæðið sem mest, grisja trjágróður og gera úrbætur sem gera völlinn enn betri en nú er. Nú er bara að vona að veðurguðirnir verði kylfingum og öðrum hagstæðir á komandi sumri.

Púttað á 14. flöt á Selsvelli á Flúðum. Mynd/GF.
Púttað á 14. flöt á Selsvelli á Flúðum. Mynd/GF.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ