Stúlknalandslið Íslands hefur lokið keppni á Evrópumótinu sem fram fer á St. Laurence Golf Club í Finnlandi. Ísland endaði í neðsta sæti eftir höggleikskeppnina en lék síðan tvo frábæra leiki gegn Belgíu og Slóvakíu sem töpuðust með minnsta mun.
Íslenska liðið lék á +51 samtals á fyrsta hringnum í höggleiknum en bætti skor sitt á öðrum hringnum með samtals +47 í dag. Fimm bestu skorin telja á hverjum hring.
Andrea Bergsdóttir (Hills GK, Svíþjóð), (76-80).
Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA), (80-83).
Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) (81-78).
Kinga Korpak (GS), (85-81).
Amanda Bjarnadóttir (GHD), (89-87).
Zuzanna Korpak (GS), (91-85).