Þann 21. ágúst n.k. fer fram styrktarmót á Leirdalsvelli hjá GKG fyrir Hlyn Þór Haraldsson sem lengi hefur starfað innan golfsamfélagsins – sem PGA kennari, leikmaður og félagsmaður.
Hlynur Þór glímir við krabbamein og er markmið mótsins að safna fé til stuðnings Hlyns og fjölskyldu hans.
Í tilkynningu frá skipuleggjendum mótsins kemur fram að mótið verði glæsilegt í alla staði og verðlaunin eru glæsilegt. Keppt er í punktakeppni og höggleik.
Smelltu hér til að skrá þig:
Það er einnig hægt að styðja við bakið á fjölskyldunni með því að leggja inn á styrktarreikninginn.
Rkn: 0370-22-037502
Kt: 310885-8199
Keppnisfyrirkomulag:
Mótið er punktamót og er hámarksforgjöf 36 hjá körlum og 36 hjá konum. Keppt er í karla- og kvennaflokki. Einnig verða verðlaun veitt fyrir 3 bestu skorin án forgjafar í bæði karla og kvennaflokki. Glæsileg verðlaun eru í öllum flokkum en einnig eru nándarverðlaun á öllum par 3 holum sem og lengsta teig högg EKKI á braut á 12 holu.
Verðlaun eru glæsileg en þetta verður án efa eitt af glæsilegustu mótum sumarsins.
Viljum við þakka öllum þeim sem vildu leggja málstaðinum lið með því að gefa verðlaun í mótið.
Einnig verður hægt að kaupa högg á hringnum til skemmtunar og þæginda.
Lágmarks mótsgjald er 6.000 kr. og renna mótsgjöld óskipt til Hlyns og fjölskyldu hans.
Þeir sem vilja styrkja fjölskylduna án þess að taka þátt í mótinu geta gert það með því að leggja inn á þennan reikning:
Rkn: 0370-22-037502 Kt: 310885-8199
Hér má sjá upplýsingar um hvaðan þessi glæsilegu verðlaun koma:
66 Norður • Ari golfkennari • Aron Örn Óskarsson gítarkennsla • Augað • Biggi Keisari golfkennari • Black Beach Suites • Borgarleikhúsið • Byko • Cintamni • Dropi • Extraloppan • Feel Iceland • Fitsport.is • Flugskóli Reykjavíkur • GL • GOS • GR • Garri • Glacier Gin • Haukur Már golfkennari • Húsasmiðjan • Icelandair • Ifly • INNES • ÍSAM • Jakob Valgeir • Jómfrúin • Krydd veitingastaður • Lava Cheese • Local Salad • Málning • N1 • Perlan/Fluglínan • Play • Prosjoppan • Pylsuvagninn • Rok Cintamani • Rögnvaldur Magnússon golfkennari • S4S • Samskip • Serrano • Skemmtigarðurinn • Sky Lagoon • Skúbb • Te & Kaffi • Vodafone • VÍS • Vörður • Wok On • Yay • ZO·ON • ÍSAM • Ísbúð Vesturbæjar • Ólafía Þórunn golfkennari • Þjóðleikhúsið