Bráðabana þurfti til að knýja fram úrslit í kvennaflokki á Símamótinu sem lauk í dag á Hamarsvelli í Borgarnesi. Mótið sem er þriðja mót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni er fyrsta mót sumarsins sem lýkur með Bráðabana en leikinn er um fyrsta sætið verði keppendur jafnir að loknum 54 holum.
Í bráðabananum mættust þær Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Signý Arnórsdóttur úr Golfklúbbnum Keili. Á fyrstu holu fengu þær báðar skolla þannig leika þurfti aðra holu Hamarsvallar sem er par 3. Sunna fékk par en Signý skolla og því ljóst að Sunna var búin landaði sínum öðrum sigri á Eimskipsmótaröðinni 2014 en hún sigraði einnig á Nettó mótinu fyrr í sumar.
Í þriðja sæti hafnaði Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur en Berglind sigraði á Egils Gull mótinu sem fram fór á Hellu fyrir hálfum mánuði.