Stjórn Golfklúbbs Suðurnesja hefur ráðið Sverrir Auðunsson til að taka við starfi framkvæmdastjóra en Andrea Ásgrímsdóttir mun að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GS.
Við teljum félaga í GS afar lánsama að fá Sverrir til lið við okkur, hann hefur dýrmæta reynslu og menntun sem kemur til með að nýtast vel í starfi hans sem framkvæmdastjóri GS.
Sverrir er 47 ára viðskiptafræðingur sem hefur unnið hjá DHL Express á Íslandi síðan árið 2000. Hann hefur komið víða við hjá DHL en í stjórnendastöðum hef hann m.a. verið rekstrar –og fjármálastjóri. Síðustu sex árin hefur hann starfað sem framkvæmdarstjóri á meðan vöxturinn hjá fyrirtækinu hefur verið ævintýralegur á köflum. Sverrir var formaður Golfklúbbs Grindavíkur á árunum 2000-2022 og átta ár sem gjaldkeri en samtals voru árin tíu sem hann var í stjórn GG.
Sverrir segir að hann sé gríðarlega spenntur fyrir að hefja störf enda býr í Golfklúbb Suðurnesja mikil hefð og rík saga. „Ég tek við góðu búi frá fráfarandi framkvæmdastjóra og framundan eru mörg tækifæri hjá okkur til að efla klúbbinn enn frekar. Það er ekki langt í 60 ára afmælishátið GS og verkin mörg svo hægt sé að fagna afmælisárinu með viðeignandi metnað að hætti heimamanna. Ég hlakka jafnframt til góðra samskipta og samstarfs við starfsmenn, stjórn, félaga, gesti og samstarfsaðila GS.“
Eftir að hafa sótt vetranámskeið hjá Sigurpáll, Íþróttastjóra GS, þar sem stutta spilað var tekið í geng hefur forgjöfin hjá Sverri lækkað. Hvetur Sverrir alla félagsmenn GS til að nýta sér glæsilegu inniaðstöðu GS í vetur þar sem golfið er ekki lengur bara sumaríþrótt.
Stjórn Golfklúbbs Suðurnesja býður Sverrir velkominn til liðs við Golfklúbb Suðurnesja.