Efri röð frá vinstri: Ólafur Hreinn, Sigurbjörn, Ásgeir Jón, Halldór Ásgrímur, neðri röð frá vinstri Guðlaugur Kristjánsson, liðsstjóri, Tryggvi Valtýr og Jón Gunnar.
Auglýsing

Evrópumót landsliða í liðakeppni í karlaflokki 50 ára og eldri fór fram í Eistlandi dagana 30. ágúst – 3. september 2022. Keppnin fór fram á Estonian Golf & Country Club.

Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að leikin var höggleikur fyrstu tvo dagana, 18 holur á dag. Fimm bestu skorin töldu í höggleiknum í hverri umferð.

Ísland endaði í 15. sæti í höggleiknum og lék því um sæti 9.-16. í B-riðli.

Mótherjar Íslands í fyrstu umferð var Finnland. Þar hafði Ísland betur 3-2.

Í 2. umferð tapaði Ísland gegn Austurríki 3,5 – 1,5.

Ísland mætti Belgíu í lokaumferðinni og hafði þar betur 3-2 og endaði í 11. sæti.

Lokastaðan:

  1. Svíþjóð
  2. England
  3. Írland
  4. Skotland
  5. Spánn
  6. Frakkland
  7. Þýskaland
  8. Danmörk
  9. Sviss
  10. Austurríki
  11. Ísland
  12. Belgía
  13. Holland
  14. Ítalía
  15. Noregur
  16. Finnland
  17. Tékkland
  18. Lúxemborg
  19. Pólland
  20. Slóvakía
  21. Eistland
  22. Litháen.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu, skor og úrslit.

Landslið karla var þannig skipað og skor þeirra í höggleiknum:
Ásgeir Jón Guðbjartsson 84 – 88
Halldór Ásgrímur Ingólfsson 81 -79
Jón Gunnar Traustason 81 – 82
Ólafur Hreinn Jóhannesson 73 – 83
Sigurbjörn Þorgeirsson 77 – 74
Tryggvi Valtýr Traustason 74 – 83

Alls tóku 22 þjóðir þátt. Átta efstu liðin í höggleiknum léku í A-riðli í holukeppninni sem tók við eftir höggleikinn.

Í A-riðli var keppt um Evrópumeistartitilinn og átta efstu sætin. Liðin í sætum 9.-16. eftir höggleikinn léku í B-riðli og liðin í sætum 17.-22. léku í C-riðli.

Staðan eftir höggleikinn:

<strong>Efri röð frá vinstri Ólafur Hreinn Sigurbjörn Ásgeir Jón Halldór Ásgrímur <br>neðri röð frá vinstri Guðlaugur Kristjánsson liðsstjóri Tryggvi Valtýr og Jón Gunnar <strong>

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ