
Strandvöllur í stórbrotnu umhverfi í Bolungarvík
Golfklúbbur Bolungarvíkur var stofnaður árið 1982 og klúbburinn fagnar 38 ára afmæli í apríl á þessu ári.
Syðridalsvöllur er rétt fyrir utan þéttbýliskjarnann í Bolungarvík og því stutt að fara á eina af földu perlum Vestfjarða.
Völlurinn var formlega tekinn í notkun árið 2002 en eitt af einkennum vallarins er að þrátt fyrir að holurnar séu aðeins níu eru mismundandi teigasett á hverri holu og töluverður munur er oft á þeim teigum.
Landið við Syðridalsvöll er mjög sendið en Landgræðsla ríkisins hafði áður lagt mikla vinnu í að hefta sandfok á þessum slóðum. Syðridalsvöllur er strandvöllur í stórbrotnu umhverfi, umlukinn sandhólum og melgresi.
Það eru ekki margir slíkir vellir hér á landi og óhætt að mæla með kynna sér völlinn nánar á ferðalagi um Vestfirði.
Syðridalsvöllur í Bolungarvík er án efa með eitt þekktasta klúbbhús landsins eftir að kvikmyndin Albatross var frumsýnd sumarið 2015.
Kvikmyndin gerist að mestu á vellinum og er óhætt að segja að kastljósinu hafi verið varpað á þennan skemmtilega völl.
Hér eru myndir af Syðridalsvelli á myndavef GSÍ.
Myndasýning frá Syðridalsvelli á myndavef GSÍ.

Hér eru myndir af Syðridalsvelli á myndavef GSÍ.



















