Site icon Golfsamband Íslands

Þorlákshafnarvöllur lofar góðu fyrir fyrsta mótið á mótaröð þeirra bestu

Fyrsta mót tímabilsins 2019 á mótaröð bestu kylfinga landsins, stigamótaröð GSÍ, fer fram 25.-26. maí.

Undirbúningur fyrir stigamótið er í fullum gangi. Undanfaranefnd GSÍ tók út aðstæður á Þorlákshafnarvelli í gær.

Hörður Geirsson, alþjóðlegur dómari og stjórnarmaður í GSÍ og Ellert Þórarinsson, vallarstjóri ársins 2018 frá Brautarholtsvelli, fóru þar fremstir í flokki.

Ástand Þorláksvallar er með besta móti miðað við árstíma. Og lofar það góðu fyrir fyrsta mótið sem fram fer eins og áður segir í lok maí. Mótið er fyrsta mótið af alls fimm á stigamótaröð GSÍ 2019 – mótaröð þeirra bestu.

Maí:
16. maí: Golfsumarið kynnt – PRO-AM / Leirdalsvöllur / GKG

25.–26. maí: Stigamótaröðin (1) / Þorlákshafnarvöllur / GÞ

Júní:
8.–9. júní: Stigamótaröðin (2) / Hlíðavöllur / GM

21.–23. júní: Stigamótaröðin (3) / Íslandsmót í holukeppni / Garðavöllur, GL

Júlí:
19.–21. júlí: Stigamótaröðin (4) / Hvaleyrarvöllur / GK

Ágúst:
8.–11. ágúst: Stigamótaröðin (5) / Íslandsmótið í höggleik / Korpúlfsstaðavöllur / GR

Exit mobile version