Þorláksvöllur verður opinn frá og með miðvikudeginum 23. mars. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu GÞ. Völlurinn er í góðu ásigkomulagi eins og sést á meðfylgjandi myndum.
Ef aðstæður breytast til hins verra vegna veðurs getur þurft að grípa til lokunar á vellinum.
Spilað er inn á sumarflatir eins og alltaf og eru allir velkomnir.



