Þorvaldur nýr framkvæmdastjóri hjá Oddi - Golfsamband Íslands
/

Deildu:

Þorvaldur og Emil GO
Auglýsing

Emil Emilsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Odds eftir rúmlega fimm ára starf. Síðasti starfsdagur Emils var 15. apríl síðastliðinn en hann hefur starfað hjá klúbbnum frá ársbyrjun 2010. Þorvaldur Þorsteinsson tekur við sem framkvæmdastjóri klúbbsins. Hann þekkir rekstur klúbbsins vel og hefur setið í stjórn klúbbsins undanfarin fjögur ár, þar af þrjú ár sem gjaldkeri. Þorvaldur er hér til vinstri á myndinni og Emil til hægri.

„Tími minn hjá Golfklúbbnum Oddi hefur verið mjög ánægjulegur. Ég geng sáttur frá borði og stoltur af því sem hefur áunnist. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst öllu því frábæra fólki sem er í Golfklúbbnum Oddi. Ég vil þakka félögum í Oddi fyrir samstarfið og óska öllum sem koma nálægt þessum frábæra klúbbi góðs gengis,“ segir Emil á þessum tímamótum.

Þorvaldur hóf störf hjá klúbbnum í síðasta mánuði. Hann er 51 árs gamall og útskrifaðist með cand.oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1991. Hann hefur starfað síðastliðin 11 ár hjá Landsbankanum, m.a. sem deildarstjóri einkabankaþjónustu. Þorvaldur hefur verið félagi í Golfklúbbnum Oddi frá árinu 2007 og er liðtækur kylfingur með um 10 í forgjöf. Hann er giftur Sonju Maríu Hreiðarsdóttur og saman eiga þau tvö uppkomin börn.

Spennandi tímar framundan

„Það er ánægjulegt að vera kominn til starfa hér á Urriðavelli. Það er gott að vinna með öflugu og reynslumiklu starfsfólki og forréttindi að að vera í samskiptum við okkar frábæru klúbbmeðlimi,“ segir Þorvaldur.

„Það sem hefur komið mér mest á óvart er hversu margir klúbbmeðlimir bera hag svæðisins fyrir brjósti og eru boðnir og búnir að aðstoða við ýmislegt sem upp getur komið í rekstri svona klúbbs. Það eru spennandi tímar framundan og mörg skemmtileg verkefni sem vinna þarf að.  Vonandi verður sumarið okkur hagstætt með góðu golfveðri.“

Golfklúbburinn Oddur er einn stærsti golfklúbbur landsins með um 1150 félagsmenn. Klúbburinn var stofnaður árið 1993 og er staðsettur í Urriðavatnsdölum skammt fyrir ofan Garðabæ. Klúbburinn hefur yfir að ráða einum glæsilegasta golfvelli landsins, Urriðavelli, en á þeim velli fer fram Evrópumót kvennalandsliða í golfi á næsta ári sem verður stærsta alþjóðlega golfmót sem haldið hefur verið hér á landi til þessa.
Séð yfir 15. flötina á Urriðavelli.
Séð yfir 15 flötina á Urriðavelli

Deildu:

Auglýsing
Frábær vika að baki hjá íslenska landsliðshópnum á La Finca Golf ⛳️Thank you for having us lafincaresort lafinca_sports
Nick Carlson shot 58 today at Lo Romero 👊🏻 He needed a birdie on 18 to shoot 59 but holed 61 yards for back to back eagles and 58 🦅🦅🤯Atvinnukylfingurinn Nick Carlson úr Golfklúbbur Mosfellsbæjar lék á 58 höggum á Lo Romero af hvítum teigum. Landsliðshópur Íslands er í æfingaferð á Spáni og lék í móti innbyrðis í dag. Hann þurfti fugl á lokaholunni til að leika á 59 höggum, en sló í holu af 55 metra færi á lokaholunni fyrir öðrum erninum í röð 🦅🦅 7 fuglar, 4 ernir, 1 skolli og 6 pör.

challengetour dpworldtour nextgolftour
Gunnlaugur Árni Sveinsson er kylfingur ársins 2024 🇮🇸Þetta er í 27. skipti sem tveir einstaklingar eru valdir sem kylfingar ársins hjá GSÍ, kona og karl.

Gunnlaugur Árni hóf nám við LSU háskólann í Bandaríkjunum í ágúst. Hann sigraði á sterku háskólamóti í október en sýnt var frá mótinu í beinni sjónvarpsútsendingu á Golf Channel alla keppnisdaganna. Hann hafnaði í 2. sæti í öðru háskólamóti og var á meðal 25 efstu kylfinganna í öllum fimm mótum annarinnar. Hann var valinn á Fred Haskins listann yfir bestu háskólakylfingana í Bandaríkjunum og var hann eini nýliðinn á listanum. Gunnlaugur Árni lék fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í liðakeppni sem tryggði sér þátttökurétt í efstu deild á næsta ári. Jafnframt endaði hann í 9. sæti á opna breska áhugamannamótinu sem er eitt allra sterkasta áhugamannamót í heimi. Undir lok árs var Gunnlaugur Árni valinn að keppa fyrir hönd Evrópu í Bonallack Trophy þar sem 12 bestu áhugakylfingar Evrópu keppa á móti 12 bestu áhugakylfingum Asíu og Eyjaálfu. Gunnlaugur Árni hóf árið í 962. sæti á heimslista áhugakylfinga en er í dag í 118. sæti.
Hulda Clara Gestsdóttir er kylfingur ársins 2024 🇮🇸Þetta er í 27. skipti sem tveir einstaklingar eru valdir sem kylfingar ársins hjá GSÍ, kona og karl.

Hulda Clara varð Íslandsmeistari í höggleik í annað sinn á Hólmsvelli í júlí. Hún náði góðum árangri fyrir Denver háskólann í bandaríska háskólagolfinu þar sem hún sigraði í deildarkeppni skólans og hafnaði í 12. sæti í svæðiskeppni NCAA. Hún gegndi lykilhlutverki með íslenska landsliðinu og lenti í 36. sæti á Evrópumóti einstaklinga í Finnlandi í júlí.  Hulda Clara hóf árið í 604. sæti á heimslista áhugakylfinga en er í dag í 188. sæti. Hún stefnir á atvinnumennsku á næsta ári þegar hún lýkur námi.
Auglýsing