Þrír kylfingar úr afrekshóp GSÍ tóku þátt á golfmótum á meginlandi Evrópu nýverið. Hákon Magnússon og Patrekur Nordguist Ragnarsson, sem báðir eru úr GR, léku á Opna spænska meistaramótinu fyrir keppendur 18 ár aog yngri. Hákon endaði í 34. sæti (81-68-77-73) +18. Patrekur lék fyrstu tvo hringina 80 og 77 höggum en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn.
Hafdís Alda Jóhannsdóttir úr GK tók þátt á mótin sem fram fór í München í Þýskalandi, Hún lék á (82-84-81) og endaði í sjötta sæti.

