Golfsamband Íslands

Þrír keppendur frá Íslandi á Evrópumóti einstaklinga sem fram fer í Frakklandi

Evrópumót einstaklinga hjá áhugakylfingum í karlaflokki hófst 23. júní í Frakklandi en þrír íslenskir keppendur eru á meðal þátttakenda. Kristófer Karl Karlsson (GM), Hákon Örn Magnússon (GR) og Aron Snær Júlíusson (GKG)

Nánari upplýsingar eru hér:

Keppnisfyrirkomulagið er höggleikur en alls eru leiknar 72 holur á fjórum keppnisdögum eða 18 holur á dag. Keppt er á Golf du Médoc Resort í Frakklandi.

Aron Snær lék fyrsta hringinn á 67 höggum eða 4 höggum undir pari . Hann lék einnig vel á öðrum keppnisdeginum þar sem hann lék á 69 höggum eða 2 höggum undir pari vallar. Hann fór upp um fjögur sæti og er þessa stundina í 6. sæti – en keppni er ekki lokið í dag og staðan gæti því breyst.

Kristófer Karl Karlsson, GM, er á +15 samtals eftir 36 holur. Hann lék fyrsta hringinn á 77 höggum og á 80 höggum í dag. Kristófer Karl er í 139. sæti.

Hákon Örn Magnússon lék fyrsta hringinn á 76 höggum en Hákon Örn á eftir að hefja leik á öðrum keppnisdegi.

Þetta er í 34. sinn sem EM einstaklinga fer fram. Alls eru 144 keppendur og koma þeir frá 32 þjóðum. Mót

Mótið fór fyrst fram árið 1986 og er eitt af sterkustu áhugamannamótum heims.

Margir þekktir leikmenn hafa tekið þátt á þessu móti. Má þar nefna Rory McIlroy (2006) og Sergio Garcia (1995) sem stóðu uppi sem Evrópumeistarar áður en þeir gerðust atvinnukylfingar. Lee Westwood (1993), Paul Casey (1999), Danny Willet (2007) og Tommy Fleetwood (2010) hafa einnig sigrað á EM einstaklinga.

https://www.golf.is/wp-content/uploads/2021/06/video-1624410572.mp4

Nánari upplýsingar um mótið – smelltu hér – skor, rástímar og staða.

https://www.golf.is/wp-content/uploads/2021/06/video-1624410568.mp4
https://www.golf.is/wp-content/uploads/2021/06/video-1624410560.mp4

Exit mobile version