/

Deildu:

Auglýsing

Þrír atvinnukylfingar frá Íslandi hafa æft að undanförnu á hinum frábæra golfvelli Real Club Golf de Sevilla á Spáni. Kylfingarnir eru allir hluti af Forskot – afrekssjóði, og er Jussi Pitkänen afreksstjóri GSÍ með í för.

Kylfingarnir sem um ræðir eru Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Axel Bóasson (GK) og Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR). Þau hafa æft stutta spilið af krafti og leikið við bestu aðstæður á frábærum velli.

Axel keppir í lok apríl á Áskorendamótaröðinni, næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, en þá verður leikið í Tyrklandi.

Guðmundur Ágúst keppir í lok apríl í Tönder í Danmörku á Nordic Tour atvinnumótaröðinni – ásamt Andra Björnssyni og Haraldi Franklín en þeir eru allir í GR.

Guðrún Brá keppir væntanlega næst á LET Access mótaröðinni í byrjun maí á móti sem fram fer í Sviss.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ