Þrjú golfmót eru á dagskrá um helgina á SV-horni landsins. Aðstæður til golfleiks eru með besta móti miðað við árstíma og eru fjölmargir vellir með opið inn á sumarflatir eins og sjá má í þessari frétt um stöðuna á golfvöllum landsins.
Golfmótin sem eru á dagskrá um helgina eru hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, Golfklúbbi Grindavíkur á laugardaginn og á sunnudaginn hjá Golfklúbbi Sandgerðis.
Rúmlega 1000 kylfingar skráðu sig til leiks í golfmóti eða rástíma á golf.is um síðustu helgi og er greinilegt að golfsumarið 2016 fer vel af stað.