Golfsamband Íslands

Þýskaland sigraði á Evrópumóti landsliða í liðakeppni í kvennaflokki 50 ára og eldri – Ísland endaði í 16. sæti

Evrópumót landsliða í liðakeppni í kvennaflokki 50 ára og eldri fór fram á Slóveníu dagana 30. ágúst – 3. september 2022. Keppnin fór fram á Golf Arboretum í Slóveníu. Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að leikin var höggleikur fyrstu tvo dagana, 18 holur á dag. Fimm bestu skorin töldu í höggleiknum í hverri umferð.

Alls tóku 19 þjóðir þátt. Átta efstu liðin í höggleiknum léku í A-riðli í holukeppninni sem tók við eftir höggleikinn. Í A-riðli var keppt um Evrópumeistartitilinn og átta efstu sætin. Liðin í sætum 9.-16. eftir höggleikinn léku í B-riðli og liðin í sætum 17.-19. léku í C-riðli.

Þjóðverjar stóðu uppi sem Evrópumeistarar í þessum aldursflokki en Ísland endaði í 16. sæti.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu, skor og úrslit.

  1. Þýskaland
  2. Svíþjóð
  3. Írland
  4. Sviss
  5. England
  6. Belgía
  7. Spánn
  8. Frakkland
  9. Ítalía
  10. Finnland
  11. Skotland
  12. Noregur
  13. Holland
  14. Austurríki
  15. Tékkland
  16. Ísland
  17. Lúxemborg
  18. Slóvenía
  19. Pólland

Ísland endaði í 16. sæti eftir höggleikinn og lék í B-riðli um sæti 9.-16.

Í fyrstu umferð mætti Ísland liði Ítalíu sem endaði í 9. sæti í höggleiknum. Ítalía sigraði 4,5 – 0,5.

Ísland mætti Hollandi í 2. umferð og fór sá leikur 4-1 fyrir Holland.

Í lokaumferðinni tapaði Ísland 3-2 fyrir Tékkum og endaði Ísland í 16. sæti.

Landslið kvenna er þannig skipað, og úrslit úr höggleiknum:

Kristín Sigurbergsdóttir 97 – 92
Anna Snædís Sigmarsdóttir 90 – 88
María Málfríður Guðnadóttir 96 – 91
Ragnheiður Sigurðardóttir 92 – 85
Steinunn Sæmundsdóttir 95 – 89
Þórdís Geirsdóttir 90-84

Frá vinstri Petrún Björg Jónsdóttir liðsstjóri Kristín Sigurbergsdóttir Þórdís Geirsdóttir Anna Snædís Sigmarsdóttir Ragnheiður Sigurðardóttir Steinunn Sæmundsdóttir og María Málfríður Guðnadóttir
Exit mobile version