Tilkynning frá Golfbox.
Á undanförnum dögum hafa vandamál tengt virkni í Golfbox gert vart við sig. Svörunartími kerfisins hefur því verið lengri en vanalega.
Um s.l. helgi unnu tæknimenn Golfbox að úrvinnslu vandamála sem þessu tengjast og þar á meðal í Golfbox appinu.
Mikil notkun er á Golfbox á þessum árstíma í upphafi golftímabilsins í Evrópu. Vegna Covid-19 ástandsins hefur heimsóknum á Golfbox appið fjölgað gríðarlega – eða um 300% miðað við fyrri ár.
Þessi aukna umferð hefur sett mun meira álag á Golfbox og þá sérstaklega Golfbox-appið.
Gríðarlegur fjöldi kylfinga er að bóka rástíma á golfvöllum heimsins á sama tíma, skrá skor og samþykkja skor. Slíkar aðsóknar tölur hafa aldrei sést áður í Golfbox í Evrópu.
Við biðjumst afsökunar á þessum óvenjulegu aðstæðum sem hafa áhrif upplifun kylfinga sem og golfklúbba.
Golfbox vinnur að því að finna lausn á þeim vandamálum sem þessi aukna umferð hefur orsakað. Aðaláherslan verður lögð á að Golfbox muni virka með eðlilegum hætti eins fljótt og hægt er.
GolfBox A/S