Undanfarna daga höfum við hjá Golfsambandi Íslands látið setja upp hluta af nýju viðmóti golf.is sem mun aðlaga sig betur að farsímum og spjaldtölvum en fyrri vefur.
Markmiðið er að vefurinn verði að fullu kominn í gagnið með haustinu 2018.
Þetta hefur því miður ekki gengið átakalaust með tilheyrandi óþægindum fyrir kylfinga, starfsfólk golfklúbba og aðra notendur kerfisins.
Við biðjumst velvirðingar á þessu og erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma á fyrri virkni.