Auglýsing

Málþing um mótahald fyrir afrekskylfinga á Íslandi fer fram föstudaginn 10. nóvember á Grand Hótel Reykjavík. Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri GSÍ, mun kynna tillögur að breyttum áherslum í mótahaldi afrekskylfinga á Íslandi. 

Málþingið er opið öllum og er haldið í tilefni af þingi Golfsambands Íslands sem fram fer laugardaginn 11. nóvember. 

Dagskráin hefst kl. 16:00 í sal sem heitir Gullteigur – en Grand Hótel er við Sigtún 28 í Reykjavík. 

Að loknu erindi Ólafs verða pallborðsumræður sem Amanda Guðrún Bjarnadóttir, fréttamaður á RÚV stýrir. 

Úlfar Jónsson, þjónustustjóri GKG, Steindór Ragnarsson, framkvæmdastjóri GA og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur, taka einnig þátt í pallborðsumræðunum. 

Golfsamband Íslands hvetur alla sem hafa áhuga á þessum málaflokki að mæta og taka þátt í umræðunni.  Léttar veitingar í boði.

16:00-16:05Málþingið opnað
16:05-16:30Móthald fyrir afrekskylfinga á Íslandi – Ólafur Björn Loftsson
16:30 – 17:00Pallborðsumræður

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ