Titleist Unglingaeinvígið fer fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar föstudaginn 17. september næstkomandi. Öllum bestu unglingum landsins er boðin þátttaka en leiknar verða holur 10-18 á Hlíðavelli. 4 efstu drengir og 4 efstu stúlkur á stigalista GSÍ í hverjum aldursflokki fá boð í mótið auk klúbbmeisturum GM í sama aldursflokki.
Leikin er forkeppni í hverjum aldursflokki með „shootout“ fyrirkomulagi þar sem sá kylfingur með hæsta skorið fellur úr keppni. Leiknar eru 7 holur í forkeppni eða þangað til að 3 kylfingar standa eftir. Í forkeppni eru leiknar holur 10, 11, 14, 15, 16, 17 og 18.
Keppt er í eftirfarandi aldursflokkum.
- 14 ára og yngri (Strákar á bláum teig, stúlkur á rauðum)
- Ræst á 10. teig klukkan 12:30)
- 15-16 ára (Strákar á gulum teig, stúlkur á bláum)
- Ræst á 14. teig klukkan 12:30
- 17-18 ára (Strákar á hvítum teig, stúlkur á bláum)
- Ræst á 16. teig klukkan 12:30
Úrslitin hefjast síðan í kjölfarið á forkeppninni. Í úrslit komast þeir kylfingar sem standa eftir í hverjum aldursflokki, 3 kylfingar úr hverjum flokki. Sigurvegari síðasta árs, Björn Viktor Viktorsson, fer beint í úrslit. Í úrslitum hefja 10 kylfingar leik og leika holur 10-18 á Hlíðavelli. 1 kylfingur dettur út á hverri holu þangað til að einn kylfingur stendur eftir. Veitt eru verðlaun fyrir efstu 6 sætin.
Á milli umferða er keppendum boðið upp á súpu og brauð. Gert er ráð fyrir að úrslitin hefjist klukkan 16:00.
Sigurvegarar Unglingaeinvígisins frá upphafi:
2005 – Sveinn Ísleifsson, GKj
2006 – Guðni Fannar Carrico, GR
2007 – Andri Þór Björnsson, GR
2008 – Guðjón Ingi Kristjánsson, GKG
2009 – Andri Már Óskarsson, GHR
2010 – Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK
2011 – Ragnar Már Garðarson, GKG
2012 – Aron Snær Júlíusson, GKG
2013 – Ingvar Andri Magnússon, GR
2014 – Ingvar Andri Magnússon, GR
2015 – Björn Óskar Guðjónsson, GM
2016 – Henning Darri Þórðarson, GK
2017 – Ragnar Már Ríkarðsson, GM
2018 – Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
2019 – Tómas Eiríksson Hjaltested, GR
2020 – Björn Viktor Viktorsson, GL