/

Deildu:

Arnór Ingi Finnbjörnsson, Egill Ragnar Gunnarsson og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson.
Auglýsing

Tjaldur er á meðal stærstu vaðfugla, en hann kann einnig vel við sig í glompunum á Hólmsvelli í Leiru. Það fór ekkert á milli mála hjá þeim sem léku 7. braut á Egils Gull mótinu í maí s.l. að tjaldurinn var lítt hrifinn af því að fá kylfinga of nálægt hreiðrinu í brautarglompunni.

Arnór Ingi Finnbjörnsson sló upphafshöggið í brautarglompuna sem var merkt sem grund í aðgerð vegna hreiðurgerðar tjaldsins. Arnór lét boltann falla rétt við glompuna en tjaldurinn lét vita vel af sér og varði hreiðurstaðinn með því að fljúga ítrekað í áttina að Arnóri Inga. Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson úr GS aðstoðuðu Arnór Inga til þess að hann gæti fengið frið til þess að slá höggið – og þeim var ekki alveg sama um árásir tjaldsins eins og sjá má á þessum myndum.

Á Íslandi eru tjaldar algengir varpfuglar á láglendi í öllum landshlutum, einkum í grennd við sjó en sums staðar leita þeir nokkuð inn til lands. Sandfjörur og malarfjörur, grandar og fjörukambar eru helstu varpstaðir tjalda.

Yfirleitt raða fuglarnir smásteinum eða skeljabrotum í skálina en einnig smákvistum eða þangklóm. Egg í hreiðri eru venjulega þrjú, en stundum fjögur eins og er algengast hjá vaðfuglum.

Tjaldseggin eru brún eða gráleit með svörtum rákum og því vel til þess fallin að falla inn í umhverfi sitt. Þau eru mun kringlóttari og snubbóttari í mjórri endann en önnur vaðfuglsegg, sem jafnan eru perulaga. Eggin klekjast út á tuttugu og einum til tuttugu og sjö dögum og skiptast kvenfuglinn og karlfuglinn á að liggja á eggjunum.

Arnór Ingi Finnbjörnsson Egill Ragnar Gunnarsson og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson
Arnór Ingi Finnbjörnsson Egill Ragnar Gunnarsson og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson
Arnór Ingi Finnbjörnsson Egill Ragnar Gunnarsson og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson
Arnór Ingi Finnbjörnsson Egill Ragnar Gunnarsson og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ