Golfsamband Íslands

Tólf efnilegir kylfingar valdir í Norðurlandsúrval

Hópurinn sem æfði með Norðurlandsúrvalinu á Akureyri undir stjórn Úlfars og Sturlu Höskuldssonar, PGA kennara hjá GA.

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari GSÍ heimsótti Golfklúbb Akureyrar, miðvikudaginn 27. Apríl, og hitti þar bestu og efnilegustu kylfinga Norðurlands. Tilefnið var stofnun Norðurlandsúrvalshóps, sem Sturla Höskuldsson, golfkennari GA, mun hafa umsjón með.

Valdir voru 12 kylfingar í hópinn og munu þau æfa saman á um tveggja vikna fresti út tímabilið. Kylfingarnir koma úr þremur klúbbum á norðurlandi, GSS, GHD og GA.

Skilyrði með þátttöku í hópnum eru m.a. að hafa mikinn áhuga á golfi, hafa háleit markmið til framtíðar og vera tilbúinn til að leggja mikið á sig til að ná þeim. Forgjöf einstaklinga skal ná að lágmarki viðmiðum afreksefna samkvæmt viðmiðum GSÍ, en þó er hægt að gera undantekningu frá þessu ef viðkomandi er í námunda við viðmiðin, er að lækka sig hratt í forgjöf, og sýnir metnað og ástundun samkvæmt ofangreindu.
Eftirfarandi 12 aðilum var boðið að skipa Norðurlandsúrvalið.

Amanda Guðrún Bjarnadóttir, 2000, GHD
Andrea Ýr Ásmundsdóttir, 2002, GA
Arnór Snær Guðmundsson, 1999, GHD
Fannar Már Jóhannsson, 1998, GA
Kristján Benedikt Sveinsson, 1999, GA
Lárus Ingi Antonsson, 2002, GA
Marianna Ulriksen, 2002, GSS
Mikael Máni Sigurðsson, 2003, GA
Ólöf María Einarsdóttir, 1999, GM (GHD)
Óskar Páll Valsson, 2004, GA
Stefán Einar Sigmundsson, 1998, GA
Tumi Hrafn Kúld, 1997, GA

[pull_quote_center]„Það er mikilvægt að gefa fremstu og efnilegustu kylfingunum aukin tækifæri til að æfa saman og keppa. Þetta eru flottir krakkar og áhuginn er mikill. Aðstaðan til æfinga er frábær hjá GA og það ásamt góðri þjálfun og metnaði hjá klúbbnum er að skila góðum fjölda og sterkum kylfingum, sagði Úlfar í samtali við golf.is.[/pull_quote_center]

IMG_3978
Sturla Höskuldsson gefur góð ráð á æfingunni
Inniaðstaðan hjá Golfklúbbi Akureyrar er glæsileg eins og sjá má


Exit mobile version