Golfhreyfingin á Íslandi - talnaefni
Golfsambandið tekur saman tölfræði og lykiltölur fyrir golfklúbba, samstarfsaðila og aðra hagsmunaaðila. Þessar tölur sýna umfang, þróun og samsetningu golfhreyfingarinnar á Íslandi. Eftirspurn í að leika golf á síðustu árum hefur verið mikil.
Um 26.300 kylfingar eru skráðir í 62 golfklúbba víðs vegar um landið árið 2024 sem var 9% aukning á milli ára. Þetta er aukning um 2.100 kylfinga frá fyrra ári. Golfsambandið er elsta og næst fjölmennasta íþróttasambandið innan íþrótta- og ólympíusambands Íslands.
15% skráðra kylfinga eru börn og unglingar
Það setur Ísland í þriðja sæti í Evrópu yfir hlutfall 18 ára og yngri skráð í golfklúbba
Golfhreyfingin á Íslandi sett í samhengi
Golf er íþrótt, lífsstíl og iðnaður. Golfið eykur jákvætt á heilbrigði, hagkerfið og umhverfið. Yfir 60 milljónir manns leika golf í heiminum. Í Evrópu eru rúmlega 4,5 milljónir kylfinga skráðir í klúbba en áætlað er að 21.1 milljónir séu kylfingar. Íþróttin er ein af fáum þar sem áhugamenn jafnt og atvinnumenn eru sjálfir ábyrgir fyrir að fylgja reglum.
Ef við myndum deila fjölda skráðra kylfinga á íbúafjölda þá fáum við út að 6,2% íslendinga er í golfklúbbum sem er 1. sæti í Evrópu. Frá árinu 2020 hefur orðið hlutfallslega mesta fjölgun á kylfingum á Íslandi og Noregi ef öll evrópulöndin eru skoðuð.
Börn og unglingar sem eru 18 ára og yngri eru að meðaltali 7% af öllum skráðum kylfingum í Evrópu. Ísland er eitt af þremur löndum í Evrópu með yfir 13% af öllum skráðum kylfingum sem börn og unglingar.