/

Deildu:

Auglýsing

Töluverð umræða var um leikkort GSí á golfþinginu 2019. Nokkrar tillögur voru lagðar fram um breytingar á reglugerð um leikkort. Allsherjarnefnd fjallaði ítarlega um leikkortin á fundi sínum á golfþinginu og að lokum var tillaga nefndarinnar samþykkt einróma á GSÍ þinginu.

Talsverðar breytingar eru á reglugerðinni frá því sem áður var.

Í nýju reglugerðinni verða tvær tegundir af leikkortum gefnar út. Sjálfboðaliðakort og GSÍ leikkort.

Sjálfboðaliðakort heimila korthafa og gesti hans að leika allt að tvisvar sinnum á hverjum golfvelli, gegn greiðslu, sem skal vera að fjárhæð kr. 2.000 fyrir hvern leikinn hringi, Undir sjálfboðaliðakort falla sjálfboðaliðar golfklúbba, starfsfólk GSÍ, landsliðsfólk GSÍ og landsliðsþjálfarar.

  • Sjálfboðaliðar og starfsmenn GSÍ (allt að 100 leikkort)
  • Landsliðsfólk GSÍ og landsliðsþjálfarar (allt að 40 leikkort)

GSÍ leikkort heimila korthafa og gesti hans að leika allt að tvisvar sinnum á hverjum golfvelli, gegn greiðslu sem skal vera 50% af hæsta vallargjaldii fyrir hvern leikinn hring. Þó aldrei lægra en 2000 kr. Fyrir hvern leikinn hring. Undir GSÍ leikkort falla fulltrúar fyrirtækja og samtaka sem eru í samstarfi við GSÍ og fjölmiðlafólk.

  • Fulltrúar fyrirtækja og samtaks sem eru í samstarfi við GSÍ (allt að 180 leikkort).
  • Fjölmiðlakort (allt að 30 leikkort)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ