/

Deildu:

Auglýsing

Tryggvi Ölver Gunnarsson, vallarstjóri hjá Golfklúbbnum Oddi, var valinn vallarstjóri ársins 2015 á aðalfundi Samtaka Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi sem fram fór síðastliðinn föstudag. Frá þessu er greint á heimasíðu GO.

Tryggvi Ölver er vel að þessum verðlaunum kominn en undir hans stjórn skartaði Urriðavöllur sínu fegursta síðastliðið sumar og á Tryggvi mikið hrós skilið fyrir sitt starf. Urriðavöllur hefur líklega aldrei verið í eins góðu ásigkomulagi og síðastliðið sumar.

„Ég er mjög kátur með þessa útnefningu og þetta mikill heiður. Það er auðvitað ekki ég einn sem hlýt þessa viðurkenningu því ég deili henni með öðrum starfsmönnum vallarsins sem hafa unnið frábært starf á síðustu árum. Við erum búnir að vinna saman í mörg ár og á þeim tíma hefur byggst upp mikil þekking í viðhaldi og umsjón vallarins. Það er góð samvinna sem skilar þessum árangri,“ segir Tryggvi Ölver.

Golfklúbburinn Oddur óskar Tryggva og öðrum starfsmönnum vallarins hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu og þakkar frábært starf.

Vallarstarfsmenn GO ásamt Þorvaldi framkvæmdastjóra klúbbsins.
Vallarstarfsmenn GO ásamt Þorvaldi framkvæmdastjóra klúbbsins sem er annar frá hægri.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ