/

Deildu:

Auglýsing

Tryggvi Valtýr Traustasson, GSE og Ragnhildur Sigurðardóttir, GR eru Íslandsmeistararar 35 ára og eldri. Tryggvi Valtýr spilaði hringina þrjá á 215 höggum en það tryggði honum titilinn eftirsótta. Annar í karlaflokki varð Helgi Anton Eiríksson, GSE á 216 höggum einu höggi á eftir Tryggva. Þriðji varð Þórður Emil Ólafsson, GL á 218 höggum.

Ragnhildur Sigurðardóttir, GR tryggði sér titilinn í kvennaflokki en hún spilaði hringina þrjá á 220 höggum. Önnur varð Þordís Geirsdóttir, GK en hún hafði titil að verja, Þórdís spilaði á 223 höggum. Þriðja varð Hansína Þorkelsdóttir, GKG á 242 höggum.

Óhætt er að segja að veðrið hafi verið í aðalhlutverki í Eyjum um helgina og þó að kylfingarnir hafi náð að spila hringina þrjá þá voru aðstæðu oft á tíðum afar erfiðar. Rok, rigning og þoka setti svip sinn á mótið en alls tóku ríflega 100 kylfingar þátt í mótinu og keppt varð í þremur flokkum í karla og kvenna, upplýsingar um sigurvegara í öðrum flokkum er að finna á golf.is

Karlaflokkur

1. sæti               Tryggvi Valtýr Traustason            GSE        70/69/76 =215 +8

2. sæti               Helgi Anton Eiríksson,                  GSE        75/70/71 = 216 +9

3. sæti               Þórður Emil Ólafsson,                  GL          70/76/72 = 218 +11

Kvennaflokkur

1. sæti               Ragnhildur Sigurðardóttir              GR          67/77/76 =220 +13

2. sæti               Þórdís Geirsdóttir                         GK          69/78/76 = 223 +16

3. sæti               Hansína Þorkelsdóttir                    GKG      77/76(89 =242   +35

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ