/

Deildu:

Auglýsing

Finnur tekur við formennsku – Guðmundur fékk gullmerki GSÍ– miklar breytingar á gjaldskrá hjá félagsmönnum sem eru á aldrinum 19-25 ára

Á aðalfundi Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) 2015 sem haldinn var í Smáranum í Kópavogi 2. desember voru gerðar tvær veigamiklar breytingar á starfsemi klúbbsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GKG.

Haukur Örn Birgisson og Guðmundur Oddsson.
Haukur Örn Birgisson og Guðmundur Oddsson

Sú fyrri var sú að Guðmundur Oddsson sem hefur gegnt embætti formanns klúbbsins til 10 ára ákvað að gefa ekki lengur kost á sér. Finnur Sveinbjörnsson var kosinn í hans stað. Guðmundur getur verið stoltur af framgangi klúbbsins þann tíma sem hann hefur verið formaður. Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað. Völlurinn hefur tekið stórtækum breytingum og Guðmundur vann þrekvirki við að ganga frá samningum og fjármögnun Íþróttamiðstöðvar GKG.

Finnur Sveinbjörnsson sem tekur við af Guðmundi er hagfræðingur að mennt. Hann hefur gegnt ýmsum stjórnunarstöðum í gegnum tíðina, nú síðast sem tímabundinn bankastjóri Arion banka þegar hann var stofnaður eftir bankahrunið haustið 2008. Undanfarin ár hefur Finnur gegnt ýmsum ráðgjafaverkefnum.

Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ heiðraði Guðmund á þessum tímamótum með gullmerki GSÍ.

[quote_box_left]Seinni breytingin snýr að uppbyggingu verðskrár golfklúbbsins. Mikið brottfall hefur verið á unglingum og einstaklingum sem taka sín fyrstu skref í lífsbaráttunni. Í raun hefur brottfallið verið það mikið hópurinn sem er á aldursbilinu 19 til 25 ára er innan við 2% af félögum klúbbsins á meðan 30% af félögum klúbbsins eru undir 19 ára aldri.[/quote_box_left]

Til að sporna við þessu brottfalli hefur klúbburinn ákveðið að fyrrgreindur aldurshópur greiði 50% af félagsgjaldi. Jafnframt er verðskrá barna- og unglinga lækkuð verulega til að létta undir með barnmörgum fjölskyldum og minnka þannig brottfall úr unglingahópunum. „Við höfum lagt á það áherslu að GKG er fjölskylduvænn golfklúbbur. Með framangreindum aðgerðum styrkjum við verulega það leiðarljós okkar“, segir Agnar Már Jónsson framkvæmdastjóri klúbbsins. „Það er jafnframt von okkar að með þessum aðgerðum geti þeir sem eru að hefja nám í framhaldskólum og stofna fjölskyldur haldið áfram í golfinu í stað þess að leggja íþróttina alfarið á hilluna“.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á 15 teig á Leirdalsvelli
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson á 3 flöt á Leirdalsvelli
Frá Íslandsmótinu á Leirdalsvelli 2014.
Frá Íslandsmótinu á Leirdalsvelli 2014
Leirdalsvöllur, Íslandsmót 2015.
Leirdalsvöllur Íslandsmót 2015

Tveir nýir einstaklingar taka sæti í stjórn GKG auk Finns. Það eru þau Þorgerður Jóhannsdóttir og Sigmundur Einar Másson. Þau Áslaug Sigurðardóttir og Gunnar Páll Þórisson gáfu ekki kost á sér þetta árið. Stjórn GKG hélt sinn fyrsta fund strax að loknum aðalfundi og skiptu með sér verkum. Bergþóra Sigmundsdóttir verður varaformaður klúbbsins, Símon Kristjánsson ritari og Kristinn Jörundsson gjaldkeri.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ