/

Deildu:

East Sussex National er glæsilegt fimm stjörnu hótel á 1.100 ekru landareign í ensku sveitinni.
Auglýsing

East Sussex National er glæsilegt golfsvæði á Suður-Englandi sem státar sig af tveimur frábærum keppnisgolfvöllum. Vellirnir og aðstaðan stenst svo sannarlega væntingar og kemur ekki á óvart að margsinnis hafi verið leikið á völlum golfsvæðisins í sterkum atvinnumannamótum, þar á meðal í úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið síðastliðið sumar.

Það er stuttur akstur á East Sussex National golfsvæðið frá Gatwick flugvelli eða um 40 mínútur. Golfsvæðið er eins og nafnið ber með sér staðsett í Sussex sýslu í Suður-Englandi. Hótelið er stórt og telur 104 herbergi. Strax við fyrstu sýn má sjá að þetta er fyrsta flokks golfsvæði sem var tekið í noktun árið 1990.

East Sussex National 2015 from GB Ferðir / GB Travel on Vimeo.

Frábærir keppnisvellir
Fyrir flesta golfáhugamenn skipta gæði golfvalla öllu máli þegar halda út fyrir landssteinanna í golfferð. Það er óhætt að mæla með East Sussex National því báðir golfvellirnir eru frábærir og um margt ólíkir. Vellirnir eru hannaðir af Robert E. Cupp og eru báðir vellirnir á lista yfir 100 bestu golfvelli Englands.

10. flöt á Austurvellinum. Skemmtileg par-5 braut sem verðlaunar góð högg.
10 flöt á Austurvellinum Skemmtileg par 5 braut sem verðlaunar góð högg

Austur-völlurinn er alvöru keppnisvöllur og hefur margoft verið leikið á vellinum í sterkum atvinnumannamótum. Völlurinn var hannaður með keppnisgolf í huga og skartar mörgum frábærum golfholum. Austur-völlurinn er skemmtilega hannaður skógarvöllur – um 6.530 metrar að lengd. Meðalkylfingurinn lætur sér nægja að leika völlinn af fremri teigum eða um 5.500 metrar. Vandað var til verka í hönnun vallarins því nánast hver einasta braut vallarins er eftirminnileg. Lokaholurnar eru mjög minnisstæðar og þá sérstaklega 17. brautin sem glæsileg 410 metra par-4 braut sem reynir á nákvæmni kylfinga og skynsemi.

„Austur-völlurinn er alvöru keppnisvöllur og hefur margoft verið leikið á vellinum í sterkum atvinnumannamótum.“

Ég stóð í þeirri meiningu í upphafi ferðar minnar á East Sussex National að Vestur-völlurinn væri eins konar litli bróðir Austur-vallarins. Svo er alls ekki. Raunar eru margir á þeirri skoðun að Vestur-völlurinn sé bæði fallegri og skemmtilegri viðureignar en Austur-völlurinn og má vel fallst á þau rök. Besta braut vallarins er án nokkurs var hin frábæra 12. braut . Lækur rennur í gegnum þessa par-5 og breytist í vatn við flötina. Stórglæsileg braut og flötin sömuleiðis. Sé upphafshöggið gott þá hrópar næsta högg á áhættu. Lokaholurnar á Vestur-vellinum eru jafnframt stórskemmtilegar. Saman mynda þessir tveir vellir tvíeyki sem fá golfsvæði á Englandi standast snúning.

Vesturvöllurinn á East Sussex National. Hér er litið yfir 12. braut vallarins sem er frábær par-5 braut.
Vesturvöllurinn á East Sussex National Hér er litið yfir 12 braut vallarins sem er frábær par 5 braut

Aðstaðan fyrsta flokks
Það er mikið lagt í golfsvæðið á East Sussex National og má þar fyrsta nefna að æfingaaðstaðan er fyrsta flokks. Klúbbhúsið er sambyggt hótelinu og má þar finna golfverslun, geymslu fyrir golfbúnað, veitingastað, að ógleymdri 19. holu vallarins sem er barinn í klúbbhúsinu og tíður viðkomustaður kylfinga.

Hótelið er fimm stjörnu og herbergin mjög rúmgóð. Þrír veitingastaðir eru á hótelinu og maturinn góður. Það er fleira hægt að gera á East National Sussex en að spila golf því á hótelinu er mjög vönduð heilsulind sem óhætt er að mæla með. Hótelgestir hafa aðgang að líkamsræktarstöð, sundlaug, heitum pottum, gufuböðum o.fl. Hægt er að panta sér nudd eða heilsumeðferð í heilsulindinni sem margir kjósa að nýta sér. Það er svo sannarlega góður kostur eftir baráttu við tvo krefjandi keppnisvelli.

Vatn setur mark sitt á lokaholurnar á Austurvellinum. Hér má sjá yfir 16. flötina sem er mjög skemmtileg par-3 braut. Allir kátir með par.
Vatn setur mark sitt á lokaholurnar á Austurvellinum Hér má sjá yfir 16 flötina sem er mjög skemmtileg par 3 braut Allir kátir með par

Stutt til Brighton
Það er óneitanlega kostur að hægt er að brjóta upp golfferð til East Sussex National með því að skella sér til borgarinnar Brighton sem er í aðeins hálftíma aksturfjarlægð. Brighton er stórskemmtileg og falleg borg við sjávarsíðuna á suðurströnd Englands sem ávallt er gaman að heimsækja.

Í stuttu máli þá prýðir East Sussex National golfsvæðið alla þá kosti sem kylfingar sækjast eftir. Golfvellirnir eru glæsilegir, krefjandi en henta þó breiðu getustigi kylfinga. Hótelið mjög gott og þjónusta starfsmanna framúrskarandi. Það fer enginn svekktur frá East Sussex National.

Nánari upplýsingar um East Sussex National má finna inn á www.gbferdir.is.

Séð yfir 12. flöt á Austuvellinum. Tré á miðri braut gerir þessa stuttu par-4 braut mjög áhugaverða.
Séð yfir 12 flöt á Austuvellinum Tré á miðri braut gerir þessa stuttu par 4 braut mjög áhugaverða
7. brautin á Austurvellinum er sérstaklega glæsileg. Endaspretturinn á Austurvellinum er mjög krefjandi og má þar finna einar erfiðustu lokaholur á Londonsvæðinu.
17 brautin á Austurvellinum er sérstaklega glæsileg Endaspretturinn á Austurvellinum er mjög krefjandi og má þar finna einar erfiðustu lokaholur á Londonsvæðinu

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ