/

Deildu:

Arnór Snær Guðmundsson, Fannar Steingrímsson, Hákon Örn Magnússon og Birgir Leifur Hafþórsson.
Auglýsing

Íslenska piltalandsliðið U-18 ára tapaði naumlega í undanúrslitum gegn Slóvakíu í úrslitaleik um sæti í efstu deild Evrópumótsins. Keppnin fer fram í Tékklandi.  Pavol Mach tryggði Slóvakíu sigurinn á 25. holu í bráðabana gegn Fannari Inga Steingrímssyni.  Slóvakía sigraði því 4-3. Úrslit úr einstökum leikum má sjá hér fyrir neðan eða í þessum hlekk.

Ísland mætir liði Sviss í leik um þriðja sætið á laugardaginn.

Fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur þar sem að fimm bestu skorin telja hjá hverju liði. Íslenska liðið var í fjórða sæti eftir fyrsta hringinn en liðið bætti sig verulega og endaði í öðru sæti í höggleikskeppninni.

Fjögur efstu liðin komust í undanúrslit og tapaði Ísland gegn Slóvakíu í hreinum úrslitaleik um sæti í efstu deild á EM í þessum aldursflokki. Írland og Sviss mættust í hinum undanúrslitaleiknum þar sem Írland hafði betur 5-2.

screen-shot-2016-09-16-at-3-57-16-pm

Sex leikmenn eru í hverju liði og töldu fimm bestu skorin í hverri umferð.
Lokastaðan:

1. Írland +8
2. Ísland +31
3. Slóvakía +32
4. Sviss +34
5. Eistland +52
6. Tyrkland +61
7.  Pólland +61
8. Ungverjaland +74
9. Króatía +102

Skor Íslands:

Hér er hægt að fylgjast með gangi mála á EM U-18 ára í Tékklandi: 

Birgir Leifur Hafþórsson er þjálfari liðsins og Ragnar Ólafsson er liðsstjóri

Íslenska liðið er þannig skipað og skor þeirra á fyrsta keppnisdeginum er fyrir aftan nöfnin: Fimm bestu skorin telja á hverjum hring.

Kristján Benedikt Sveinsson úr GA náði bestum árangri íslenska liðsins en hann lék á +4 samtals og endaði í 9. sæti í einstaklingskeppninni. Hákon Örn Magnússon úr GR lék á +6 sem skilaði honum í 12., sæti. Fannar Ingi Steingrímsson varð í 14. sæti og Henning Darri Þórðarson í 16. sæti.

Par vallar er 72 högg:

Árangur íslenska liðsins í höggleiknum: 

9. sæti: Kristján Benedikt Sveinsson (GA). 76-72. (+4)
12.  sæti: Hákon Örn Magnússon (GR). 77,-73. (+6)
14. sæti: Fannar Ingi Steingrímsson (GHG). 76-75. (+7)
16. sæti: Henning Darri Þórðarson (GK). 75-77. (+8)
18. sæti: Arnór Snær Guðmundsson (GHD). 81-72. (+9)
30. sæti: Hlynur Bergsson (GKG). 78-79. (+13)

Tvö efstu liðin tryggja sér sæti í A-riðlinum á næsta ári.

Kristján Benedikt Sveinsson, Henning Darri Þórðarson, Hlynur Bergsson og Ragnar Ólafsson.
Kristján Benedikt Sveinsson Henning Darri Þórðarson Hlynur Bergsson og Ragnar Ólafsson
Arnór Snær Guðmundsson, Fannar Steingrímsson, Hákon Örn Magnússon og Birgir Leifur Hafþórsson.
Arnór Snær Guðmundsson Fannar Steingrímsson Hákon Örn Magnússon og Birgir Leifur Hafþórsson

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ