Golfsamband Íslands

Ísland tapaði naumlega gegn Slóvakíu í úrslitaleiknum á EM U18 ára

Arnór Snær Guðmundsson, Fannar Steingrímsson, Hákon Örn Magnússon og Birgir Leifur Hafþórsson.

Íslenska piltalandsliðið U-18 ára tapaði naumlega í undanúrslitum gegn Slóvakíu í úrslitaleik um sæti í efstu deild Evrópumótsins. Keppnin fer fram í Tékklandi.  Pavol Mach tryggði Slóvakíu sigurinn á 25. holu í bráðabana gegn Fannari Inga Steingrímssyni.  Slóvakía sigraði því 4-3. Úrslit úr einstökum leikum má sjá hér fyrir neðan eða í þessum hlekk.

Ísland mætir liði Sviss í leik um þriðja sætið á laugardaginn.

Fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur þar sem að fimm bestu skorin telja hjá hverju liði. Íslenska liðið var í fjórða sæti eftir fyrsta hringinn en liðið bætti sig verulega og endaði í öðru sæti í höggleikskeppninni.

Fjögur efstu liðin komust í undanúrslit og tapaði Ísland gegn Slóvakíu í hreinum úrslitaleik um sæti í efstu deild á EM í þessum aldursflokki. Írland og Sviss mættust í hinum undanúrslitaleiknum þar sem Írland hafði betur 5-2.

screen-shot-2016-09-16-at-3-57-16-pm

Sex leikmenn eru í hverju liði og töldu fimm bestu skorin í hverri umferð.
Lokastaðan:

1. Írland +8
2. Ísland +31
3. Slóvakía +32
4. Sviss +34
5. Eistland +52
6. Tyrkland +61
7.  Pólland +61
8. Ungverjaland +74
9. Króatía +102

Skor Íslands:

Hér er hægt að fylgjast með gangi mála á EM U-18 ára í Tékklandi: 

Birgir Leifur Hafþórsson er þjálfari liðsins og Ragnar Ólafsson er liðsstjóri

Íslenska liðið er þannig skipað og skor þeirra á fyrsta keppnisdeginum er fyrir aftan nöfnin: Fimm bestu skorin telja á hverjum hring.

Kristján Benedikt Sveinsson úr GA náði bestum árangri íslenska liðsins en hann lék á +4 samtals og endaði í 9. sæti í einstaklingskeppninni. Hákon Örn Magnússon úr GR lék á +6 sem skilaði honum í 12., sæti. Fannar Ingi Steingrímsson varð í 14. sæti og Henning Darri Þórðarson í 16. sæti.

Par vallar er 72 högg:

Árangur íslenska liðsins í höggleiknum: 

9. sæti: Kristján Benedikt Sveinsson (GA). 76-72. (+4)
12.  sæti: Hákon Örn Magnússon (GR). 77,-73. (+6)
14. sæti: Fannar Ingi Steingrímsson (GHG). 76-75. (+7)
16. sæti: Henning Darri Þórðarson (GK). 75-77. (+8)
18. sæti: Arnór Snær Guðmundsson (GHD). 81-72. (+9)
30. sæti: Hlynur Bergsson (GKG). 78-79. (+13)

Tvö efstu liðin tryggja sér sæti í A-riðlinum á næsta ári.

Kristján Benedikt Sveinsson Henning Darri Þórðarson Hlynur Bergsson og Ragnar Ólafsson
Arnór Snær Guðmundsson Fannar Steingrímsson Hákon Örn Magnússon og Birgir Leifur Hafþórsson
Exit mobile version