/

Deildu:

Auglýsing

Úlfar Jónsson, íþróttastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, fékk á dögunum afhent gullmerki Golfsambands Íslands.

Úlfar, sem er sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, fékk viðurkenninguna fyrir störf sín í þágu íþróttarinnar og golfferilinn.

Greint var frá útnefningunni á þingi Golfsambands Íslands þann 23. nóvember s.l. en Úlfar gat ekki verið viðstaddur afhendinguna á þeim tíma.

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, afhenti Úlfari gullmerkið s.l. fimmtudag á aðalfundi GKG.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ