Símamótið 2016
Úlfar Jónsson, GKG.
Auglýsing

Golfíþróttin á Íslandi er á góðum stað og ég tel að það sé rétti tíminn fyrir mig hætta eftir rúmlega fimm ár sem landsliðsþjálfari,“ segir Úlfar Jónsson sem tilkynnti stjórn GSÍ fyrir skemmstu að hann ætli að hætta störfum um næstu áramót.

„Það hefur margt breyst á undanförnum fimm árum og með hverju árinu sem líður er alltaf erfiðara og erfiðara að vera í tveimur krefjandi störfum. Starfssemin hjá GSÍ er alltaf að stækka og einnig í mínu aðalstarfi sem íþróttastjóri GKG. Það eru spennandi tímar framundan á báðum vígstöðvum, en nú tel ég rétt að velja á milli og einbeita mér að öðru hvoru. GKG varð ofan á af ýmsum ástæðum.“

[pull_quote_right]Það hefur margt breyst á undanförnum fimm árum og með hverju árinu sem líður er alltaf erfiðara og erfiðara að vera í tveimur krefjandi störfum.[/pull_quote_right]

Úlfar segir að afreksstarfið hjá GSÍ sé á réttri leið og mikill stígandi hafi verið á því sviði á undanförnum árum. „Eitt af markmiðum afreksstefnu GSÍ fram til ársins 2020 var að koma atvinnukylfingi inn á mótaröð þeirra bestu í Evrópu eða Bandaríkjunum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði því markmiði í desember á síðasta ári og það er gríðarlega jákvætt. Það þarf því að endurskoða markmiðasetninguna og setja ný viðmið.

Forskot hefur tekið mál atvinnukylfinga upp á aðrar hæðir

Forskot, afrekssjóður, er að mínu mati gríðarlega mikilvægur í þessu samhengi. Þar fá okkar allra fremstu kylfingar stuðning sem þeir fengu ekki áður og þeir þurfa ekki að vera að banka upp á hjá mörgum fyrirtækjum og „skrapa“ saman styrkjum hér og þar. Forskot hefur tekið mál atvinnukylfinga á Íslandi upp á aðrar hæðir þar sem unnið er faglega að því að koma okkar allra fremstu kylfingum enn lengra.“

„Afreksstefnu GSÍ þarf að endurskoða og setja þar inn ný markmið og stefna enn hærra. Það er t.d. óvissa með vöxt og uppbyggingu Evrópumótaraðar kvenna. Framtíðin þar er óljós. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru því að reyna við úrtökumótið fyrir bandarísku LPGA atvinnumótaröðina og þangað eigum við að beina okkar bestu leikmönnum í kvennaflokki.“

[pull_quote_right]Afreksstefnu GSÍ þarf að endurskoða og setja þar inn ný markmið og stefna enn hærra.[/pull_quote_right]

Úlfar segir að það sé ánægjuleg þróun að margir sterkir kylfingar séu að bætast í hóp þeirra sem ætla sér í atvinnumennsku. Það sé verkefni sem þurfi að vinna með faglegum hætti. „Við höfum verið að feta svipaða braut og Svíarnir gerðu á sínum tíma. Búa til teymi af kylfingum sem vinna saman og á bak við þessa leikmenn eru mörg teymi sem vinna þverfaglega að því að koma þeim enn lengra. Það er gríðarlega erfitt að standa einn í þessu líkt og Birgir Leifur Hafþórsson gerði á sínum tíma þegar hann hóf atvinnumannaferilinn fyrir tveimur áratugum.“

Ráða þarf landsliðsþjálfara í 100% starf

Starf landsliðsþjálfara hjá GSÍ er að mestu leiðbeinandi að sögn Úlfars og hefur það breyst töluvert frá því sem áður var. Afreksstefnan sem kynnt var í lok ársins 2011 er mjög merkilegt og öflugt tæki sem leiðarvísir fyrir klúbba og afrekskylfinga að vinna með. Þarna eru viðmið um hina ýmsu þætti sem snúa að þróun kylfinga frá unga aldri til hinna allra fremstu. Forgjafarviðmiðin sem sett eru fram eru t.d. gott dæmi um það hvernig slík viðmið hafa virkað vel og verið hvetjandi fyrir kylfinga.

„Árangur kylfinga er að langstærstum hluta þeirra ástundun og vinnusemi að þakka, 80-90% er frá þeim sjálfum komið. Hlutverk GSÍ, klúbba, foreldra og þjálfara, er einnig mjög mikilvægt.  Samvinnuverkefni þessara aðila er að búa til eins góða umgjörð og hægt er fyrir afrekskylfingana og miðla þekkingu og reynslu til þeirra.“

[pull_quote_right]Ég held að golfhreyfingin eigi að leita innávið þegar nýr þjálfari verður ráðinn. Landsliðsþjálfari á að mínu mati að vera búsettur á Íslandi og í góðum tengslum við leikmenn.[/pull_quote_right]

„Að mínu mati er GSÍ á þeim stað í dag með landsliðsstarfið að ráða þarf landsliðsþjálfara í 100% starf. Það var ekki rétti tímapunkturinn til þess að gera slíkt fyrir fimm árum þegar ég var ráðinn en ég tel að sá tími sé runninn upp.  Ég held að golfhreyfingin eigi að leita innávið þegar nýr þjálfari verður ráðinn. Landsliðsþjálfari á að mínu mati að vera búsettur á Íslandi og í góðum tengslum við leikmenn. Umhverfið hefur breyst mikið frá þeim tíma þegar t.d. Staffan Johanson þáverandi landsliðsþjálfari var búsettur í Svíþjóð og kom hingað til lands með reglulegu millibili. Í dag eru mun fleiri PGA kennarar starfandi á Íslandi og mun meiri þekking til staðar en áður. Landsliðsþjálfarinn er meira í því hlutverki að leiðbeina, benda á leiðir til úrbóta, án þess að vera í því hlutverki að þjálfa einstaka leikmenn. Það er hlutverk PGA kennarana hjá viðkomandi klúbbum þar sem leikmennirnir eru að æfa alla daga. Þjálfarinn og leikmaðurinn vinna saman að framþróun leikmannsins hvað varðar tæknina, hugarþjálfun og líkamlega þáttinn. Landsliðsþjálfari þarf vissulega að setja sig inn í þá tækni sem leikmenn eru að beita til þess að geta gefið ráð og leiðbeint þegar þess þarf t.d. í landsliðsferðunum. Landsliðsþjálfarastarfið hefur breyst meira í upplýsingagjöf, marka stefnu, setja viðmið, leiðbeina um æfingamagn, aðstoða kylfinga við að komast i skóla erlendis osfrv.  Þjónustan við afrekskylfinga hefur breyst til hins betra að mínu mati.“

 

Frá vinstri: Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari, Ragnhildur Kristinsdóttir, Anna Sólveig Snorradóttir, Sunna Víðisdóttir, Berglind Björnsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Signý Árnórsdóttir og Ragnar Ólafsson liðsstjóri.
Frá vinstri: Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari, Ragnhildur Kristinsdóttir, Anna Sólveig Snorradóttir, Sunna Víðisdóttir, Berglind Björnsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Signý Árnórsdóttir og Ragnar Ólafsson liðsstjóri.



Þakklátur fyrir tækifærið og stuðninginn frá GSÍ

„Ég fengið mikinn stuðning frá GSÍ og það er hlutverk landsliðsþjálfarans að taka erfiðar ákvarðarnir varðandi val á leikmönnum í verkefnin. Þær ákvarðanir eru oft umdeildar og skiptar skoðanir á því hvað sé rétt og rangt.  GSÍ hefur alltaf stutt vel við bakið á mér á þeim stundum. Mér finnst gagnrýnin sem GSÍ hefur fengið varðandi ýmis mál vera oft óréttmæt, starfið sem unnið er hjá Golfsambandinu yfir sumartímann er þrekvirki. Þar vinna allir að miklum heilindum undir miklu álagi, mótahald um hverja helgi, samhliða daglegum rekstri. GSÍ er ekki hafið yfir gagnrýni en ég hef aðeins upplifað að þar á bæ séu allir að vinna af metnaði og fagmennsku fyrir golfhreyfinguna.“

[pull_quote_right]Mér finnst gagnrýnin sem GSÍ hefur fengið varðandi ýmis mál vera oft óréttmæt, starfið sem unnið er hjá Golfsambandinu yfir sumartímann er þrekvirki.[/pull_quote_right]

Úlfar er þakklátur fyrir það tækifæri sem hann fékk á sínum tíma þegar hann var ráðinn sem landsliðsþjálfari. „Ég var ekki á leiðinni í þetta starf þegar til mín var leitað á sínum tíma, sá það frekar kannski seinna á ferlinum. Ég hafði metnað til að gera enn betur og mig langaði að fást við þetta þegar ég var ráðinn, og hver veit nema sá tími komi aftur seinna. Þó ég skilji við þetta starf á þessum tímapunkti mun ég vera reiðubúinn til aðstoðar enda vil ég leggja mitt af mörkum til að halda áfram að þróa það góða starf sem á sér stað í golfhreyfingunni,” sagði Úlfar Jónsson.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ