Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu, verður haldið mánudaginn 5. ágúst, á Frídegi verslunarmanna.
Mótið er haldið í samstarfi við ARION BANKA og er þetta í tuttugasta og áttunda skipti sem það fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nesklúbbnum.
Venju samkvæmt er nokkrum af bestu kylfingum landsins boðið til leiks og leika þeir að þessu sinni í þágu Umhyggju, félags sem vinnur að hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra.
Íslandsmeistarinn í golfi 2024 í karlaflokki, Aron Snær Júlíusson, GKG, og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, sem nýverið var valin í úrvalslið Evrópu fyrir Junior Solheim-bikarinn tekur þátt. Athygli vekur að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, fyrrum atvinnukylfingur á LPGA mótaröðinni, er á meðal keppenda, en Ólafía Þórunn hefur ekki keppt í golfi á undanförnum tveimur árum.
Einvígið hefst stundvíslega kl. 13.00.
Fyrstu tvær holurnar verða með því sniði að sá fellur úr leik á fyrstu braut sem er fjærst holu eftir þrjú högg og tvö högg á annarri braut.
Eftir það verður farið í hið hefðbundna „shoot-out“, eða útsláttarskeppni, þar sem þau, sem eru með hæsta skor á viðkomandi braut, falla úr leik.
Við hvetjum alla til að koma og fylgjast með nokkrum fremstu kylfingum þjóðarinnar leika í þágu góðs málefnis.
Arion Banki, styrktaraðili Einvígsins á Nesinu, veitir í mótslok forsvarsaðila Umhyggju ávísun upp á eina milljón króna.
Þátttakendur í Einvíginu á Nesinu 2024 eru:
Aron Emil Gunnarsson, GOS
Aron Snær Júlíusson, GKG
Böðvar Bragi Pálsson, GR
Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
Gunnlaugur Árni Sveinsson, GK
Karlotta Einarsdóttir, NK
Kjartan Óskar Guðmundsson, NK
Logi Sigurðsson, GS
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
Sigurvegarar frá upphafi:
1997 Björgvin Þorsteinsson
1998 Ólöf María Jónsdóttir
1999 Vilhjálmur Ingibergsson
2000 Kristinn Árnason
2001 Björgvin Sigurbergsson
2002 Ólafur Már Sigurðsson
2003 Ragnhildur Sigurðardóttir
2004 Magnús Lárusson
2005 Magnús Lárusson
2006 Magnús Lárusson
2007 Sigurpáll Geir Sveinsson
2008 Heiðar Davíð Bragason
2009 Björgvin Sigurbergsson
2010 Birgir Leifur Hafþórsson
2011 Nökkvi Gunnarsson
2012 Þórður Rafn Gissurarson
2013 Birgir Leifur Hafþórsson
2014 Kristján Þór Einarsson
2015 Aron Snær Júlíusson
2016 Oddur Óli Jónasson
2017 Kristján Þór Einarsson
2018 Ragnhildur Sigurðardóttir
2019 Guðmundur Ágúst Kristjánsson
2020 Haraldur Franklín Magnús
2021 Guðmundur Ágúst Kristjánsson
2022 Bjarni Þór Lúðvíksson
2023 Birgir Björn Magnússon