Ungir og efnilegir kylfingar sem eru í afrekshópum GSÍ munu leika á nokkrum mótum á Írlandi og Skotlandi í apríl.
Andrea Bergsdóttir úr GKG og Hills GK í Svíþjóð, og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir keppa á Opna írska meistaramótinu fyrir stúlkur yngri en 18 ára. Keppnin stendur yfir 7.-9. apríl og er leikið á Roganstown golfvellinum rétt fyrir utan Dublin.
Dagana 4.-6. apríl keppa þrír íslenskir kylfingar á Opna skoska áhugamannamótinu fyrir stúlkur. Keppt er á Monfieth vellinum í Skotlandi rétt við Dundee. Allir keppendurni eru úr GKG. Eva María Gestsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir og Andrea Bergsdóttir.
Á sama tíma eða 4.-6. apríl keppa fjórir íslenskir strákar á Opna skoska áhugamannamótinu fyrir drengi. Keppt er á Montrose vellinum sem er mitt á milli Aberdeen og Dundee. Kylfingarnir eru; Daníel Ísak Steinarsson (GK), Viktor Einarsson (GR), Sigurður Bjarki Blumenstein (GR), og Ingvar Andri Magnússon (GR).