/

Deildu:

Hulda Clara Gestsdóttir er í landsliði Íslands.
Auglýsing

Ungir og efnilegir kylfingar sem eru í afrekshópum GSÍ munu leika á nokkrum mótum á Írlandi og Skotlandi í apríl.

Andrea Bergsdóttir úr GKG og Hills GK í Svíþjóð, og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir keppa á Opna írska meistaramótinu fyrir stúlkur yngri en 18 ára. Keppnin stendur yfir 7.-9. apríl og er leikið á Roganstown golfvellinum rétt fyrir utan Dublin.

Dagana 4.-6. apríl keppa þrír íslenskir kylfingar á Opna skoska áhugamannamótinu fyrir stúlkur. Keppt er á Monfieth vellinum í Skotlandi rétt við Dundee. Allir keppendurni eru úr GKG.  Eva María Gestsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir og Andrea Bergsdóttir.

Á sama tíma eða 4.-6. apríl keppa fjórir íslenskir strákar á Opna skoska áhugamannamótinu fyrir drengi. Keppt er á Montrose vellinum sem er mitt á milli Aberdeen og Dundee. Kylfingarnir eru; Daníel Ísak Steinarsson (GK), Viktor Einarsson (GR), Sigurður Bjarki Blumenstein (GR), og Ingvar Andri Magnússon (GR).

Hulda Clara Gestsdóttir GKG og Eva María Gestsdóttir GKG
Andrea Bergsdóttir
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR MyndEGA
Viktor Ingi Einarsson Myndsethgolfis
Daníel Ísak Steinarsson GK Myndsethgolfis
Sigurður Bjarki Blumenstein Myndsethgolfis
Ingvar Andri Magnússon GR Myndsethgolfis

 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ