Samsung unglingaeinvígið í Mosfellsbæ fer fram á fimmtudag og föstudag, 4. – 5. september en þar taka þátt allir bestu og efnilegustu unglingar landsins. Spilað er með svokölluðu „shoot-out“ fyrirkomulagi þar sem einn kylfingur dettur út á hverri holu þangað til að aðeins einn stendur eftir.
Forkeppnin fer fram á fimmtudag en 30 kylfingar mæta til leiks og leika í þremur aldursflokkum þar sem þrír komust áfram úr hverju flokki. Lokakeppnin fer síðan fram á föstudag klukkan 15:30 þar sem auk þeirra níu sem komust áfram í dag spilar Ingvar Andri Magnússon einnig en hann sigraði mótið í fyrra.
Sérstakur þáttur verður gerður um mótið sem sýndur verður á Golfstöðinni. Á facebook síðu Unglingaeinvígisins verður staðan uppfærð með reglulegum hætti og myndir settar inn.
Glæsileg verðlaun eru í mótinu en veitt eru verðlaun frá SAMSUNG fyrir 6 efstu sætin auk þess sem allir keppendur fá veglega teiggjöf.
Þátttakendur í Samsung Unglingaeinvíginu 2014 eru
14 ára og yngri – hefja leik klukkan 16Sigurður Arnar Garðarson GKG
Birkir Orri Viðarsson GS
Kristófer Karl Karlsson GKJ
Ragnar Már Ríkarðsson GKJ
Viktor Ingi Einarsson GR
Kinga Korpak GS
Zuzanna Korpak GS
Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA
Björgvin Franz Björgvinsson GKJ
Sigrún Linda Baldursdóttir GKJ 15-16 ára – hefja leik klukkan 16:30
Kristján Benedikt Sveinsson GA
Eggert Kristján Kristmundsson GR
Patrekur Nordquist Ragnarsson GR
Hákon Örn Magnússon GR
Andri Páll Ásgeirsson GOS
Ólöf María Einarsdóttir GHD
Saga Traustadóttir GR
Eva Karen Björnsdóttir GR
Aron Skúli Ingason GKJ
Arna Rún Kristjánsdóttir GKJ 17-18 ára – hefja leik klukkan 17:00
Aron Snær Júlíusson GKG
Kristófer Orri Þórðarson GKG
Tumi Hrafn Kúld GA
Ævarr Freyr Birgisson GA
Egill Ragnar Gunnarsson GKG
Helga Kristín Einarsdóttir NK
Ragnhildur Kristinsdóttir GR
Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK
Bragi Arnarson GKJ
Björn Óskar Guðjónsson GKJ Sigurvegari 2013 – Ingvar Andri Magnússon – GR