Unglingamót Keilis fer fram dagana 30.-31. júlí en mótið er hluti af Unglingamótaröð GSÍ.
Opið er fyrir skráningu – en skráningu lýkur á hádegi, 12:00, laugardaginn 27. júlí
Keppnisfyrirkomulag mótsins er höggleikur án forgjafar, 54 holur. Leiknir eru 2 hringir á þriðjudegi og einn á miðvikudegi.
Mótið er hluti af Unglingastigamótaröð GSÍ. Leikið er samkvæmt reglugerð GSÍ um stigamót unglinga, almennum keppnisskilmálum GSÍ og almennum staðarreglum GSÍ, auk þessara viðbóta við keppnisskilmála og viðbóta við staðarreglur.
Flokkar – Keppt er í flokki stúlkna 15-18 ára og í flokki pilta 15-18 ára.
Þátttökuréttur – Hámarksfjöldi keppenda er 81 og hámarksforgjöf 20,0. Ef fjöldi skráðra leikmanna fer yfir hámarksfjölda ræður forgjöf kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur því hverjir komast inn í hvorn flokk. Þó skulu að lágmarki 36 keppendur fá þátttökurétt í hvorum flokki. Standi val á milli keppenda með sömu forgjöf skal hlutkesti ráða.
Verðlaun – Veitt verða verðlaun (gjafakort) fyrir 1. – 3. sæti í flokki stúlkna 15-18 ára og í flokki pilta 15-18 ára. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta árangur í flokki stúlkna 15-16 ára, stúlkna 17-18 ára, pilta 15-16 ára og pilta 17-18 ára. . Lægsta heildarskor í stúlkna og piltaflokki fær boð á Hvaleyrarbikarinn sem fer fram dagana 9-11 ágúst n.k á Hvaleyrarvelli
Jafntefli leyst – Sjá 8. grein reglugerðar um stigamót unglinga. Að öðru leyti gilda móta- og keppendareglur GSÍ.
Skorkorti skilað – Notuð verða rafræn skorkort í Golfbox. Skorkorti telst skilað þegar leikmaður og ritari hafa staðfest skorkortið í Golfbox kerfinu.
Keppni lokið – Keppni er lokið og úrslit endanleg þegar sigurvegarar hafa verið kynntir eða, fari verðlaunaafhending ekki fram, þegar mótsstjórn hefur samþykkt úrslit.