GSÍ fjölskyldan

Deildu:

Unglingamótaröðin

Unglingamótaröð GSÍ er fyrir kylfinga á aldrinum 15-18 ára sem leika í einum aldursflokki. Mótin eru 54 holur og telja á heimslista áhugamanna (WAGR). Veitt eru aukaverðlaun fyrir bestan árangur 15-16 ára og 17-18 ára í hverju móti auk þess sem þeir aldursflokkar eru með sér stigalista á Unglingamótaröðinni. Efstu 16 á hverjum stigalista fá þátttökurétt í Íslandsmóti í holukeppni í unglingaflokkum.

Dags.Mán.Mótaskrá 2025KlúbburFlokkur.
10MaíGolf 14 – liðakeppniNKGolf14
17-18MaíVormót* GMGSÍmótaröðin
17-18MaíUnglingamótaröðinGLUnglingamótaröðin
24-25MaíVormót* GSÍmótaröðin
23-25MaíUnglingamótaröðinGSGUnglingamótaröðin
23-25MaíGolf 14GSGGolf14
30-1JúníHvaleyrarbikarinn – GSÍ mótaröðinGKGSÍmótaröðin
3-4JúníHeimslistamótGHRÖnnur mót
5-7JúníUnglingamótaröðin – Nettó mótiðGKGUnglingamótaröðin
5-6JúníGolf 14 – Nettó mótiðGKGGolf14
10-11JúníGolf 14 – Golfhátíð á AkranesiGLGolf14
13-15JúníÍslandsmót í holukeppni kvenna – GSÍ mótaröðinGOGSÍmótaröðin
19-21JúníÍslandsmót golfklúbba – stúlkur – drengir, U12GR, GM, GKGÍslandsmót golfklúbba
21-23JúníÍslandsmót í holukeppni karla – GSÍ mótaröðinGMGSÍmótaröðin
25-27JúníÍslandsmót golfklúbba – Stúlkur U18 – Drengir, U16, U18GHRÍslandsmót golfklúbba
25-27JúníÍslandsmót golfklúbba – StúlkurDrengir, U14GSGÍslandsmót golfklúbba
29-12JúlíMeistaramót golfklúbbaAllirÖnnur mót
16JúlíGolf 14GMGolf14
17-19JúlíÍslandsmót 50+GHRÖnnur mót
18-20JúlíKorpubikarinn – GSÍ mótaröðinGRGSÍmótaröðin
24-26JúlíÍslandsmót golfklúbba – 1. deild karla GKGÍslandsmót golfklúbba
24-26JúlíÍslandsmót golfklúbba – 1. deild kvenna GAÍslandsmót golfklúbba
23-25JúlíÍslandsmót golfklúbba – 2. deild karlaGFÍslandsmót golfklúbba
24-26JúlíÍslandsmót golfklúbba – 2. deild kvennaGLÍslandsmót golfklúbba
29-30JúlíUnglingamótaröðinGFUnglingamótaröðin
7-10ÁgústÍslandsmótið í golfi – GSÍ mótaröðinGKGSÍmótaröðin
15-17ÁgústUnglingamótaröðin – Íslandsmót í höggleikUnglingamótaröðin
15-17ÁgústGolf 14 – Íslandsmót í höggleikGOSGolf14
13-14ÁgústHeimslistamótÖnnur mót
15-17ÁgústÍslandsmót golfklúbba – 3. deild karlaGSSÍslandsmót golfklúbba
15-17ÁgústÍslandsmót golfklúbba – 4. deild karlaGVGÍslandsmót golfklúbba
15-17ÁgústÍslandsmót golfklúbba – 5. deild karlaGDÍslandsmót golfklúbba
21-23ÁgústÍslandsmót golfklúbba – 50+ 1. deild kvennaGV Íslandsmót golfklúbba
21-23ÁgústÍslandsmót golfklúbba – 50+ 2. deild kvennaGSÍslandsmót golfklúbba
21-23ÁgústÍslandsmót golfklúbba – 50+ 1. deild karlaGSÍslandsmót golfklúbba
21-23ÁgústÍslandsmót golfklúbba – 50+ 2. deild karlaGVÍslandsmót golfklúbba
21-23ÁgústÍslandsmót golfklúbba – 50+ 3. deild karlaGOSÍslandsmót golfklúbba
21-23ÁgústÍslandsmót golfklúbba – 50+ 4. deild karlaGHHÍslandsmót golfklúbba
23-24ÁgústHaustmót**NKÖnnur mót
23-25ÁgústUnglingamótaröðinGMUnglingamótaröðin
23-25ÁgústGolf 14 Íslandsmót í holukeppniGMGolf14
30-31ÁgústHaustmót**Önnur mót
6-7SeptemberGolf 14GRGolf14
6-7SeptemberUnglingamótaröðinGRUnglingamótaröðin

Mótin telja á heimslista áhugamanna (WAGR), en heimslistinn er mikilvægur ef kylfingar hafa áhuga á að komast í háskólagolf í Bandaríkjunum.

Flestir af okkar bestu áhugakylfingum horfa til þess eða fara til Bandaríkjanna á íþróttastyrk. Þrátt fyrir að þetta sé ekki eina leiðin til að ná árangri eru flestir sammála um að hún sé best og þá sérstaklega fyrir kylfinga sem vantar að lengja tímabilið sitt og vantar aukinn fjárhagslegan stuðning. Því sterkari skóli (með betri aðstöðu, betri þjálfun, meira fjármagn o.s.fr.) sem okkar kylfingar komast í því betri tækifæri fá þeir að ná stærsta markmiðinu að spila á meðal bestu kylfinga heims á sterkustu atvinnumannamótum heims.

Sterk staða á heimslista áhugamanna er líklega veigamesti þátturinn þegar okkar ungu kylfingar eru að koma sér á framfæri í háskólaferlinu. Þjálfarar í háskólunum eru fyrst og fremst að fylgjast með kylfingum á aldrinum 15-17 ára (18 ára í undantekningartilvikum og fyrir lakari skóla). Fyrir viðræður við sterkustu skólana er best að okkar kylfingar hámarki sína stöðu um 16 ára aldurinn (16-17) og fyrir lakari skóla er best að okkar kylfingar hámarka sína stöðu um 17 ára aldurinn (17-18). 

Til að komast inn á listann þurfa kylfingar að fá að lágmarki 6,5 stig fyrir árangur í móti. Kylfingarnir öðlast a.m.k. 6,5 stig fyrir sigur á veikum mótum (mót á Unglingamótaröðinni) eða með því að enda á meðal efstu 3 kylfinganna á GSÍ mótaröðinni (yfirleitt, fer eftir styrkleika mótsins).

Eftir að kylfingar eru komnir inn á listann er einungis gerð krafa um að kylfingar nái að lágmarki 4,0 stigum í 1 móti á hverju 12 mánaða tímabili. Kylfingar geta því lent í því að vera búnir að ná frábærum árangri yfir langan tíma en fá engin stig og eru ekki á listanum þar sem þeir hafa ekki náð þessum mikilvægu 6,5 stigum.

Það er því mjög mikilvægt að okkar bestu kylfingar á aldrinum 15-18 ára okkar fái sem flest tækifæri til að komast inn á listann (og safna stigum).

Deildu:

Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ