Markús Marelsson, GK, stigameistari í flokki 14 ára og yngri 2021 á unglingamótaröð GSÍ. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Markús Marelsson, GK, er stigameistari unglinga 2021 í flokki 14 ára og yngri. Markús lék á öllum fimm mótum tímabilsins og hann stóð uppi sem sigurvegari á þeim öllum og landaði tveimur Íslandsmeistaratitlum, í holukeppni og höggleik.

Hjalti Jóhannsson, GK, varð í öðru sæti í flokki 14 ára og yngri. Hann lék á öllum fimm mótum tímabilsins og varð í öðru sæti á þeim öllum.

Hjalti Kristján Hjaltason, GR, varð í þriðja sæti í þessum aldursflokki en hann er 11 ára og á því þrjú ár eftir í þessum flokki. Hjalti Kristján varð þriðji á einu móti en varð fjórði á hinum fjórum mótunum sem hann tók þátt í.

Alls tóku 45 kylfingar þátt í þessum aldursflokki á tímabilinu.

Stigalisti 14 ára og yngri piltar:

<strong>Hjalti Jóhannsson GK Markús Marelsson GK og Hjalti Kristján Hjaltason GR Myndsethgolfis<strong>
<strong>Markús Marelsson GK Myndsethgolfis<strong>

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ