Frá Jaðarsvelli, Golfklúbbur Akureyrar, 2020. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Skráning hefur verið opnuð á Jaðarsmótið á Unglingamótaröðinni en mótið fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 16.-18. júlí 2021. Golfklúbbur Akureyrar er framkvæmdaraðili mótsins sem er hluti af stigamótaröð GSÍ í unglingaflokki.

Smelltu hér til að skrá þig:

Leikfyrirkomulag

Höggleikur, 18 holur á dag. Í flokkum 17-18 ára og 19-21 árs eru leiknar 54 holur en 36 holur í öðrum flokkum. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.

Áætlaðir rástímar

Föstudagur 13:00 – 16:00 Athugið: Einungis flokkar 17-18 ára og 19-21 árs

Laugardagur 08:00 – 16:00

Sunnudagur 08:00 – 16:00

Rástímar og ráshópar

Rástímar verða birtir á golf.is á fimmtudeginum fyrir mót. Ræst verður út af 1. teig með 10 mínútna millibili. Á fyrsta keppnisdegi er keppendum raðað af handahófi á rástíma en síðan verður raðað út eftir skori.

Rásröðun

Föstudag: 19-21 árs, 17-18 ára.

Laugardag: 19-21 árs, 17-18 ára, 15-16 ára og 14 ára og yngri.

Sunnudag: 15-16 ára,14 ára og yngri, 19-21 árs og 17-18 ára,

Þátttökuréttur

Hámarksforgjöf í flokkum 17-18 ára og 19-21 árs kk er 15 í fgj

Hámarksforgjöf í flokkum 17-18 ára og 19-21 árs kvk er 25 í fgj

Hámarksforgjöf í flokkum 15-16 ára og 14 ára og yngri kk er 30

Hámarksforgjöf í flokkum 15-16 ára og 14 ára og yngri kvk er 36

Ef fjöldi skráðra fer yfir hámark í hverjum flokki miðast forgjöf kylfinga kl:8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur hverjir fá þátttökurétt.

Ef ekki næst hámarksfjöldi í einhverjum flokki verður mótstjórn heimilt að fjölga í öðrum.

Mótsstjórn heimilt að sameina flokka ef þátttakendur í flokki eru færri en 4.

Skráning

Þátttakendur skulu skrá sig í jaðarsmótið á www.golf.is fyrir kl. 23:59 miðvikudaginn 14. júlí. Engar undantekningar á skráningu í mótið verða leyfðar eftir að skráningu lýkur, þó svo laus sæti séu í mótið. Allar breytingar á skráningu í mótið ber að senda í tölvupósti á gagolf@gagolf.is. Athugið að kylfingur verður ekki afskráður úr mótinu eftir að rástímar hafa verið birtir.

Æfingahringur

Einn æfingahringur er innifalinn í mótsgjaldi. Keppnisvöllurinn verður opinn til æfinga fyrir skráða keppendur í síðasta lagi einum degi fyrir mót. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til að bóka rástíma. En athugið að greiða verður mótsgjaldið áður en æfingahringur er leikinn. Athugið almennar reglur um æfingahring.

Kylfuberar

Kylfuberar eru leyfðir í flokki 14 ára og yngri en bannaðir í öðrum flokkum.

Mótsstjórn

Steindór Kristinn Ragnarsson, Jón Heiðar Sigurðsson, Tryggvi Jóhannsson, Jón Thorarensen.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ