FISK mótið – á unglingamótaröðinni fyrur 15-18 ára fer fram á Hlíðarendavelli hjá
Golfklúbbi Skagafjarðar dagana 30. ágúst – 1. september.
Þátttakendur skulu skrá sig í mótið fyrir kl. 23:59 þriðjudaginn 27. ágúst.
Keppnisskilmálar:
FISK mótið – unglingamótaröðin 15-18 ára á Hlíðarendavelli
Golfklúbbur Skagafjarðar 30. ágúst til 1. september 2024
Leikfyrirkomulag
Leikinn er höggleikur án forgjafar. Í flokki 15-18 ára eru 54 holur. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.
Að loknum 36 holum skal leikmönnum fækkað þannig að 70% leikmanna sem eru með besta skor í hvorum flokki halda áfram keppni. Séu tveir eða fleiri leikmenn á jafnir með hæsta skor þeirra sem halda áfram skulu þeir báðir/allir leika áfram.
ATHUGIÐ! Í mótinu er notuð rafræn skorskráning með undirritun og því þarf að hafa hlaðinn síma meðferðis (allir leikmenn skrá skor í síma, sitt eigið og þess sem þeir eru ritari fyrir). Skorkorti telst skilað þegar leikmaður og ritari hafa undirritað og staðfest skorkortið í Golfbox kerfinu.
Rásröðun og áætlaðir rástímar
30. ágúst, föstudagur:
Frá kl. 8:00 (15-18 ára stúlkur), frá kl. 12:00 (15-18 ára drengir).
31. ágúst, laugardagur:
Frá kl. 8:00 (15-18 ára drengir), frá kl. 12:00 (15-18 ára stúlkur).
1. september, sunnudagur:
Frá kl. 9:00 (15-18 ára stúlkur), frá kl. 12:00 (15-18 ára drengir).
Birting rástíma og ráshópar
Rástímar verða birtir á golf.is á fimmtudag, daginn fyrir mót. Ræst verður út af 1. teig. Á fyrsta keppnisdegi er keppendum raðað af handahófi á rástíma en síðan verður raðað út eftir skori.
Þátttökuréttur og fjöldi þátttakenda í flokkum
Hámarksforgjöf í flokki 15-18 ára drengja er 20.
Hámarksforgjöf í flokki 15-18 ára stúlkna er 20.
Ef fjöldi skráðra fer yfir hámark í hvorum flokki ræður forgjöf kylfinga, kl. 8:00 morguninn eftir að skráningafresti lýkur, því hverjir komast inn í hvorn flokk. Standi val á milli keppenda með sömu forgjöf skal hlutkesti ráða.
Hámarksfjöldi keppenda er 72 (að lágmarki 36 keppendur fá þátttökurétt í hvorn flokk). Ef ekki næst hámarksfjöldi í öðrum flokknum verður mótstjórn heimilt að fjölga í hinum.
Skráning og þátttökugjald
Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á www.golf.is fyrir kl. 23:59 þriðjudaginn 27. júlí. Mótsstjórn getur heimilað þátttöku, berist tilkynning síðar enda hafi hámarksfjölda þátttakenda ekki verið náð. Allar breytingar á skráningu í mótið ber að senda í tölvupósti á hannadora@gmail.com. Athugið að kylfingur verður ekki afskráður úr mótinu eftir að rástímar hafa verið birtir.
15-18 ára – þátttökugjald kr. 8.500,-
Æfingahringur
Einn æfingahringur er innifalinn í mótsgjaldi. Keppnisvöllurinn verður opinn til æfinga fyrir skráða keppendur í síðasta lagi einum degi fyrir mót. Vinsamlegast bókið rástíma í Golfbox eða með því að senda tölvupóst á hannadora@gmail.com til að bóka rástíma. En athugið að greiða verður mótsgjaldið áður en æfingahringur er leikinn. Athugið almennar reglur um æfingahring.
Teigar
15-18 ára piltar Gulir teigar: 5636 metrar
15-18 ára stúlkur Rauðir teigar: 4876 metrar
Kylfuberar
Kylfuberar eru ekki leyfðir.
Verðlaun
Veitt verða verðlaun (gjafabréf) fyrir 1.-3. sæti í öllum flokkum. Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti verður leikinn bráðabani en að öðru leyti gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt milli þeirra keppenda.
Verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending verður haldin að loknum leik hvors flokks fyrir sig á lokadegi mótsins.
Mótsstjórn
Hanna Dóra Björnsdóttir 898-6698, Andri Þór Árnason 848-4189 og Unnur Ólöf Halldórsdóttir 867-2986.
Reglugerð um stigamót unglinga