Fyrsta mót tímabilsins á Unglingamótaröðinni 2022 fer fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 27. -29. maí.
Alls eru 144 keppendur skráðir til leiks og er mótið fullmannað. Golfklúbbur Sandgerðis er framkvæmdaraðili mótsins.
Leikfyrirkomulag keppninnar er höggleikur, 18 holur á dag.
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:
Í flokkum 17-18 ára og 19-21 árs eru leiknar 54 holur en 36 holur í öðrum flokkum.
Keppendur í mótinu koma frá 13 mismunandi klúbbum víðsvegar af landinu.
Flestir eru frá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar eða 41 alls, þar á eftir koma Golfklúbbur Reykjavíkur með 23 keppendur og Golfklúbbur Mosfellsbæjar er með 21 keppenda, þar af 16 stúlkur.
Klúbbur | Drengir | Stúlkur | Samtals |
Golfklúbbbur Kópavogs og Garðabæjar | 29 | 12 | 41 |
Golfklúbbur Reykjavíkur | 13 | 10 | 23 |
Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 5 | 16 | 21 |
Golfklúbburinn Keilir | 16 | 3 | 19 |
Golfklúbbur Akureyrar | 11 | 3 | 14 |
Golfklúbburinn Leynir | 5 | 2 | 7 |
Nesklúbburinn | 7 | 0 | 7 |
Golfklúbbur Selfoss | 3 | 1 | 4 |
Golfklúbbur Suðurnesja | 2 | 1 | 3 |
Golfklúbbur Ísafjarðar | 2 | 0 | 2 |
Golfklúbbur Skagafjarðar | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbbur Vestmannaeyja | 1 | 0 | 1 |
Golfklúbburinn Hamar Dalvík | 1 | 0 | 1 |
96 | 48 | 144 |