Golfsamband Íslands

Unglingamótaröðin – N1 Unglingamótið á Korpúlfsstaðavelli – úrslit og myndir

N1 Unglingamót 15-18 ára fór fram dagana 7. – 8. september á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Mótið var 54 holur.

Smelltu hér fyrir úrslit.

Smelltu hér fyrir myndir – Frosti Eiðsson tók myndirnar:

Mótið var lokamót 18 ára og yngri á Unglingamótaröð GSÍ og Golf14 á tímabilinu.  

Úrslit:

Stúlknaflokkur 15-16 ára:
1. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM 234 högg (+18) (76-77-81).
2. Bryndís Eva Ágústsdóttir, GA 237 högg (+21) (85-76-76).
3. Ásdís Rafnar Steingrímsdóttir, GR 239 högg (+23) (81-80-78).

Piltaflokkur 15-16 ára:
1. Arnar Daði Svavarsson, GKG 218 högg (+2) (70-75-73).
2. Hjalti Kristján Hjaltason, GM 219 högg (+3) (73-72-74).
3. Gunnar Þór Heimisson, GKG 220 högg (+4) (73-73-74).

Stúlknaflokkur 15-18 ára:

1. Auður Bergrún Snorradóttir, GM 223 högg (+7) (75-72-76).
2. Karen Lind Stefánsdóttir, GKG 227 högg (+11) (73-78-76).
3. Eva Kristinsdóttir, GM 229 högg (+13) (79-79-71).

Piltaflokkur 15-18 ára:
1. Veigar Heiðarsson, GA 206 högg (-10) (71-65-70).
2. Guðjón Frans Halldórsson, GKG 211 högg (-5) (72-68-71).
3. Skúli Gunnar Ágústsson, GK 213 högg (71-69-73).

Frá vinstri Hansína Þorkelsdóttir stjórnarmaður GSÍ Guðjón Frans Halldórsson Veigar Heiðarsson og Skúli Gunnar Ágústsson MyndFrosti Eiðsson
Frá vinstri Hansína Þorkelsdóttir stjórnarmaður GSÍ Bryndís Eva Ágústsdóttir og Pamela Ósk Hjaltadóttir sem sigraði í flokki stúlkna 15 16 ára Myndin er frá afhendingu stigameistaratitils MyndFrosti Eiðsson
Frá vinstri Pamela Ósk Hjaltadóttir Karen Lind Stefánsdóttir Auður Bergrún Snorradóttir Eva Kristinsdóttir og Bryndís Eva Ágústsdóttir MyndFrosti Eiðsson

Í flokki 15-18 ára var keppt í höggleik án forgjafar og voru lykkjurnar Sjórinn/Áin leiknar. Að 36 holum loknum var leikmönnum fækkað um 30% og því 70% þeirra leikmanna sem eru með besta skor í hvorum flokki héldu áfram keppni á sunnudegi.

Á laugardeginum voru allir ræstir út af öllum teigum samtímis kl.8:00 og svo aftur kl.14:00, sömu ráshópar héldu sér á fyrsta og öðrum hring. Á milli umferða var hamborgaraveisla fyrir alla keppendur. Á sunnudegi var ræst út frá kl.8:00 eftir skori.

Allir keppendur fengu teiggjöf, drykk og orkustykki með hverjum hring. Keppendur fengu fría bolta í Básum báða keppnisdagana, Básar voru opnir frá kl. 6:00 fyrir keppendur.

Keppt var samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.

Exit mobile version