N1 Unglingamót 15-18 ára fór fram dagana 7. – 8. september á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Mótið var 54 holur.
Smelltu hér fyrir myndir – Frosti Eiðsson tók myndirnar:
Mótið var lokamót 18 ára og yngri á Unglingamótaröð GSÍ og Golf14 á tímabilinu.
Úrslit:
Stúlknaflokkur 15-16 ára:
1. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM 234 högg (+18) (76-77-81).
2. Bryndís Eva Ágústsdóttir, GA 237 högg (+21) (85-76-76).
3. Ásdís Rafnar Steingrímsdóttir, GR 239 högg (+23) (81-80-78).
Piltaflokkur 15-16 ára:
1. Arnar Daði Svavarsson, GKG 218 högg (+2) (70-75-73).
2. Hjalti Kristján Hjaltason, GM 219 högg (+3) (73-72-74).
3. Gunnar Þór Heimisson, GKG 220 högg (+4) (73-73-74).
Stúlknaflokkur 15-18 ára:
1. Auður Bergrún Snorradóttir, GM 223 högg (+7) (75-72-76).
2. Karen Lind Stefánsdóttir, GKG 227 högg (+11) (73-78-76).
3. Eva Kristinsdóttir, GM 229 högg (+13) (79-79-71).
Piltaflokkur 15-18 ára:
1. Veigar Heiðarsson, GA 206 högg (-10) (71-65-70).
2. Guðjón Frans Halldórsson, GKG 211 högg (-5) (72-68-71).
3. Skúli Gunnar Ágústsson, GK 213 högg (71-69-73).
Í flokki 15-18 ára var keppt í höggleik án forgjafar og voru lykkjurnar Sjórinn/Áin leiknar. Að 36 holum loknum var leikmönnum fækkað um 30% og því 70% þeirra leikmanna sem eru með besta skor í hvorum flokki héldu áfram keppni á sunnudegi.
Á laugardeginum voru allir ræstir út af öllum teigum samtímis kl.8:00 og svo aftur kl.14:00, sömu ráshópar héldu sér á fyrsta og öðrum hring. Á milli umferða var hamborgaraveisla fyrir alla keppendur. Á sunnudegi var ræst út frá kl.8:00 eftir skori.
Allir keppendur fengu teiggjöf, drykk og orkustykki með hverjum hring. Keppendur fengu fría bolta í Básum báða keppnisdagana, Básar voru opnir frá kl. 6:00 fyrir keppendur.
Keppt var samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.