#image_title
Auglýsing

Nettómótið sem GKG heldur fer fram 6.-8. júní 2024 – á Leirdalsvelli og Mýrinni. 

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er framkvæmdaraðili mótsins sem er hluti af Unglingamótaröð GSÍ og Golf 14. 

 

Í flokki 15-18 ára eru leiknar 54 holur á Leirdalsvelli og er keppt í höggleik án forgjafar dagana 6.-8. júní.

Að loknum 36 holum er leikmönnum fækkað þannig að 70% leikmanna sem eru með besta skor í hvorum flokki halda áfram keppni.

Keppt er samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.

advanced divider
advanced divider

Í Nettó Golf 14 á Leirdalsvelli er leikinn höggleikur án forgjafar dagana 7. og 8. júní – alls 36 holur.

Hámarksforgjöf í flokki 14 ára og yngri kk er 30 og ​​hámarksforgjöf í flokki 14 ára og yngri kvk er 36.

Keppt er samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.

advanced divider

Nettó Golf 14 fer fram á Mýrinni föstudaginn 7. júní. Þar verða leiknar 9 holur. 

Mótið er hugsað sem fyrsta skref og stuðningur við keppnisþátttölu ungra kylfinga. Mótið er ekki stigamót og gildir ekki til forgjafar.

Markmiðið er að hafa gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans.

Þjálfarar, liðstjórar og foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum mótin. 

advanced divider

Í flokki 15-18 ára eru alls 85 keppendur frá samtals 14 klúbbum, 54 piltar og 34 stúlkur. GKG er með flesta keppendur eða 22, GM er með 15 og GR 13. Hlutfall stúlkna er 36% og pilta 64%.

    Stúlkur Piltar Samtals
1 Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar 9 13 22
2 Golfklúbbur Mosfellsbæjar 8 7 15
3 Golfklúbbur Reykjavíkur 6 7 13
4 Golfklúbburinn Keilir 2 8 10
5 Golfklúbbur Akureyrar 3 5 8
6 Nesklúbburinn 0 4 4
7 Golfklúbburinn Leynir 0 3 3
8 Golfklúbbur Ísafjarðar 0 2 2
9 Golfklúbbur Suðurnesja 1 1 2
10 Golfklúbbur Vestmannaeyja 0 2 2
11 Golfklúbbur Skagafjarðar 1 0 1
12 Golfklúbburinn Hamar Dalvík 0 1 1
13 Golfklúbburinn Oddur 0 1 1
14 Golfklúbburinn Setberg 1 0 1
    31 54 85

Í Golf14 flokknum sem keppir á Leirdalsvelli eru alls 54 keppendur frá samtals 9 klúbbum, 43 piltar og 11 stúlkur. GK er með flesta keppendur eða 12, GKG er með 10, GR og NK eru með 8. Hlutfall stúlkna er 20% og pilta 80%.

  StúlkurPiltarSamtals
1Golfklúbburinn Keilir3912
2Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar1910
3Golfklúbbur Reykjavíkur268
4Nesklúbburinn178
5Golfklúbbur Akureyrar077
6Golfklúbbur Mosfellsbæjar246
7Golfklúbbur Skagafjarðar101
8Golfklúbbur Suðurnesja011
9Golfklúbburinn Setberg101
  114354

Í Golf14 flokknum sem keppir á Mýrinni eru alls 60 keppendur frá samtals 8 klúbbum, 35 piltar og 25 stúlkur. GK er með flesta keppendur eða 16, GO er með 13, GM 11 og GKG 10. Hlutfall stúlkna er 41% og pilta 49%.

 StúlkurPiltarSamtals
Golfklúbburinn Oddur8513
Golfklúbburinn Keilir61016
Golfklúbbur Mosfellsbæjar3811
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar5510
Golfklúbbur Reykjavíkur246
Golfklúbburinn Leynir022
Golfklúbburinn Setberg011
Nesklúbburinn101
 253560

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ