#image_title
Auglýsing

Opið er fyrir skráningu í Nettómótið sem GKG heldur dagana 6.-8. júní 2024 – á Leirdalsvelli og Mýrinni. 

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er framkvæmdaraðili mótsins sem er hluti af Unglingamótaröð GSÍ og Golf 14. 

Skráningu lýkur á miðnætti í Unglingamótaröðina í kvöld, mánudaginn 3. júní og miðvikudaginn 5. júní í Golf 14 mótin.

 

Í flokki 15-18 ára eru leiknar 54 holur á Leirdalsvelli og er keppt í höggleik án forgjafar dagana 6.-8. júní.

Að loknum 36 holum er leikmönnum fækkað þannig að 70% leikmanna sem eru með besta skor í hvorum flokki halda áfram keppni.

Keppt er samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.

advanced divider
advanced divider

Í Nettó Golf 14 á Leirdalsvelli er leikinn höggleikur án forgjafar dagana 7. og 8. júní – alls 36 holur.

Hámarksforgjöf í flokki 14 ára og yngri kk er 30 og ​​hámarksforgjöf í flokki 14 ára og yngri kvk er 36.

Keppt er samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.

advanced divider

Nettó Golf 14 fer fram á Mýrinni föstudaginn 7. júní. Þar verða leiknar 9 holur. 

Mótið er hugsað sem fyrsta skref og stuðningur við keppnisþátttölu ungra kylfinga. Mótið er ekki stigamót og gildir ekki til forgjafar.

Markmiðið er að hafa gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans.

Þjálfarar, liðstjórar og foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum mótin. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ