Auglýsing

N1 Unglingamót 15-18 ára verður haldið dagana 7. – 8. september á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Mótið er 54 holur.

Opið er fyrir skráningu – smelltu hér til að skrá þig.

Mótið er lokamót 18 ára og yngri á Unglingamótaröð GSÍ og Golf14 á tímabilinu.  

Í flokki 15-18 ára er keppt í höggleik án forgjafar og verða lykkjurnar Sjórinn/Áin leiknar. Að 36 holum loknum er leikmönnum fækkað um 30% og því 70% þeirra leikmanna sem eru með besta skor í hvorum flokki halda áfram keppni á sunnudegi.

Á laugardeginum verða allir ræstir út af öllum teigum samtímis kl.8:00 og svo aftur kl.14:00, sömu ráshópar halda sér á fyrsta og öðrum hring. Á milli umferða verður hamborgaraveisla fyrir alla keppendur. Á sunnudegi er ræst út frá kl.8:00 eftir skori.

Æfingahringir verða á föstudegi frá kl.15-18 og er hægt að bóka rástíma með því að hringja í síma 585-0203.

Allir keppendur fá teiggjöf, drykk og orkustykki með hverjum hring. Keppendur fá fría bolta í Básum báða keppnisdagana, Básar verða opnir frá kl. 6:00 fyrir keppendur.

Keppt er samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ