Golfíþróttin á Íslandi nýtur æ meiri vinsælda. Þegar nýjustu tölur golfklúbba eru skoðar þá fjölgaði kylfingum um 9% milli ára eða um rúmlega 2.000 kylfinga á öllum aldri.
Golfsambandið hefur spáð fyrir um 2% fjölgun kylfinga árlega og fer þetta því fram úr björtustu vonum. Þegar skoðað er hvað gæti valdið þessari fjölgun þá eru eflaust margir samhangandi þættir sem spila þar inn í.
Sem dæmi eru golfklúbbar markvisst að bæta upplifun kylfinga og farnir að bjóða upp á fjölbreyttari vöru s.d. stutt velli og fjaraðild. Eins hafa golfklúbbar aukið notkun samfélagsmiðla í að auglýsa sína viðburði og mót.
Framboð á golfhermum og vel skipulögðum golfferðum erlendis bæði á vorin og haustin hafa líka eflaust sitt að segja.
Þegar rýnt er betur í tölurnar þá sést hvað Z kynslóðin eða ungt fólk á aldrinum 12-27 ára er að fjölga í golfklúbbum. Það er rúmlega 20% aukning kylfinga á milli ára í aldurshópnum 20-29 ára.
Jón Heiðar Sigurðsson skrifstofustjóri hjá Golfklúbbi Akureyrar var spurður út í þá fjölgun sem hefur átt sér stað fyrir norðan.
„Við erum að sjá mikið af ungu fólki um og yfir tvítugu byrja í golfi. Þau eru í þessu fyrst og fremst til að hafa gaman. Okkur grunar að það séu erlendar fyrirmyndir og áhrifavaldar sem eru að hjálpa til við fjölgun í þessum aldurshópi án þess að geta sagt nákvæmlega fyrir um það. Frægt íþrótta- og listafólk í skapandi greinum er duglegt að deila sinni jákvæðu upplifun af golfi á samfélagsmiðlum. Það hefur áhrif og skapar aukin áhuga hjá þessum aldurshópi.”
Hér má sjá tölulegar upplýsingar árið 2024.