Auglýsing

Uppskeruhátíð Golfsambands Íslands fer fram miðvikudaginn 28. október í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þar verða stigameistarar Eimskipsmótaraðarinnar krýndir í karla – og kvennaflokki. Stigameistarar á unglingamótaröð Íslandsbanka og Áskorendamótaröðinni verða einnig heiðraðir. Einnig verða siigameistarar á LEK mótaröðinni krýndir.

Á þriðja hundrað kylfingar tóku þátt á þeim sex mótum sem fram fóru á Eimskipsmótaröðinni á þessu ári.

Tæplega 200 kylfingar léku á Íslandsbankamótaröðinni á þeim sex mótum sem fram fóru sumarið 2015. Og til viðbótar tóku rúmlega 100 keppendur þátt á þeim sex mótum sem voru í boði á Áskorendamótaröðinni.

[quote_box_right]GSÍ, Eimskip og Íslandsbanki vonast til þess að sjá sem flesta á uppskeruhátíðinni og eru allir velkomnir, kylfingar, keppendur, foreldrar og forráðamenn golfklúbba.[/quote_box_right]

Dagskrá uppskeruhátíðarinnar:

Miðvikudagur 28. okt. 2015:

16:45: húsið opnað, boðið verður upp á  léttar veitingar.
17:00: Forseti GSÍ býður gesti velkomna.

Stigameistarar Íslandsbanka mótaraðarinnar krýndir.
Stigameistarar Áskorendamótaraðar Íslandsbanka krýndir.
Stigameistarar LEK krýndir.
Stigameistaratitlar klúbba afhentir.
Júlíusarbikarinn afhentur.
Efnilegustu kylfingarnir krýndir.

Áætlað er að uppskeruhátíðinni ljúki um kl. 18.00.

Á þriðja hundrað kylfingar tóku þátt á þeim sex mótum sem fram fóru á Eimskipsmótaröðinni á þessu ári. Sigurvegarar á þeim mótum eru eftirfarandi:

Egils Gull mótið, Hólmsvöllur Leira, GS:
Andri Þór Björnsson, GR – Ragnhildur Krisinsdóttir, GR.

Securitasmótið, Vestmannaeyjavöllur, GV:
Andri Þór Björnsson, GR – Tinna Jóhannsdóttir, GK.

Símamótið, Hlíðavöllur, Mosfellsbær, GM:
Kristján Þór Einarsson, GM – Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK.

Íslandsmótið í holukeppni, Jaðarsvöllur, Akureyri, GA:
Axel Bóasson, GK – Heiða Guðnadóttir, GM.

Íslandsmótið á Eimskipsmótaröðinni, Garðavöllur, Akranes, GL:
Þórður Rafn Gissurarson, GR – Signý Arnórsdóttir, GK.

Nýherjamótið, Urriðavöllur, GO:
Haraldur Franklín Magnús, GR – TInna Jóhannsdóttir, GK.

Júlíusarbikarinn er veittur þeim kylfing sem er með lægsta meðalskorið á Eimskipsmótaröðinni 2015, en í fyrra fékk Kristján Þór Einarsson úr GM þessa viðurkenningu.

_MG_0045 (1) _MG_0044 (1)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ