/

Deildu:

Frá Kiðjabergsvelli.
Auglýsing
– 18. júní 2016 á Kiðjabergsvelli

Fjórða mót tímabilsins á Öldungamótaröð LEK fór fram á Kiðjabergsvelli 18. júní s.l. Það leit út fyrir að þátttaka yrði mjög góð en þegar nær dróg versnaði veðurspá og auk þess var stórleikur Íslands og Ungverjalands kl. 16.

Þrátt fyrir allt mættu 89 manns þó í mótið. Veður var þokkalegt fyrstu tvo tímana en síðan bætti í vindi og það fór að rigna áður en allir náðu að ljúka leik. Björgvin Þorsteinsson, GA, lék á 77 höggum af gulu teigum sem er eftirtektarverður árangur miðað við aðstæður.

Í tilkynningu frá LEK kemur fram að leikhraði mótsins var algjörlega óásættanlegur, lokaráshóparnir voru nálægt 5 klukkustundir að ljúka hringnum.

Eftirtaldir unnu til verðlauna:

  1. Gunnlaugur H. Jóhannsson, NK 39 punktar
  2. Jóhann Peter Andersen, GK 38 punktur
  3. Guðmundur Ágúst Guðmundsson, GK 37 punktar
  4. Vignir Sigurðsson, GO 37 punktar
  5. Björg Þórarinsdóttir, GO 36 punktar
  6. Sigurður Óli Sumarliðason, GM 35 punktar
  7. Guðlaugur Kristjánsson, GKG 34 punktar
  8. Steinn Auðunn Jónsson, GÖ 34 punktar

Besta skor af bláum teig: Anna Snædís Sigmarsdóttir, GR 86 högg

Besta skor af gulum teig: Björgvin Þorsteinsson, GA 77 högg

Verðlaun fyrir að vera næstir holu á par 3 brautum hlutu eftirtaldir:

Sjöunda braut: Friðrik Friðriksson, GKB 2,06m

Sextánda braut: Guðjón Kolbeinsson, GKG 3,20m

Verðlaun verða afhent í Golfbúðinni, Dalshrauni 13 í Hafnarfirði.

Nándarverðlaunahafar fá verðlaun sín send.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ