/

Deildu:

Auglýsing

Um síðustu helgi fór fram Nettó Áskorendamótið í GKG á 9 holu vellinum Mýrinni. Frábær þátttaka var í mótinu en alls mættu 82 kylfingar til leiks, sem léku í fjórum flokkum. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar var framkvæmdaraðili mótsins.

Áskorendamótið er ætlað þeim ungu kylfingum sem eru að stíga fyrstu skrefin í keppnisþátttöku.

Mörg frábær tilþrif sáust á vellinum og ljóst þarna eru margar framtíðarstjörnur á ferð, ef áhugi og ástundun haldast í hendur.

Heildarúrslit mótsins er hægt að skoða hér, en verðlaunahafar voru eftirfarandi:

Flokkur: Drengir 10 ára og yngri

1. Arnar Freyr Jóhannsson = 48 Högg
2. Erik Valur Kjartansson = 50 Högg
3. Marvin Gylfi Mogensen = 52 Högg

Flokkur: Stúlkur 10 ára og yngri

1. Eiríka Malaika Stefánsdóttir = 58 högg
2. Hanna Karen Ríkharðsdóttir = 62 högg
3. Elísabet Þóra Ólafsdóttir = 71 högg

Flokkur: Drengir 12 ára og yngri

1. Valdimar Jaki Jensson = 44 högg
2. Sölvi Berg Auðunsson = 45 högg
3. Emil Máni Lúðvíksson og Lúðvík Kemp = 47 högg

Flokkur: Stúlkur 12 ára og yngri

1. Elva María Jónsdóttir = 45 högg
2. Tinna Alexía Harðardóttir = 49 högg
3. Andrea Líf Líndal = 55 högg

Flokkur: Drengir 14 ára og yngri

1. Snorri Rafn Davíðsson = 40 högg
2. Óli Björn Bjarkason = 40 högg
3. Viktor Axel Matthíasson = 46 högg

Flokkur: Stúlkur 14 ára og yngri

1. Elísa Rún Róbertsdóttir = 51 högg
2. Ásdís Rún Hrafnhildardóttir = 54 högg
3. Birna Steina Bjarnþórsdóttir = 58 Högg

Flokkur: Drengir 15-18 ára

1. Bjartur Orri Jóhannesson = 53 högg
2. Jón Árni Kárason = 71 högg

GKG og Nettó þakka keppendum kærlega fyrir þátttökuna og vonumst til að sem flestir mæti í næsta mót sem verður 17. júlí á Akureyri.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ